Heil og sæl, Það er slæmt til þess að hugsa þegar aðilar, sem telja sig vera að berjast fyrir mannréttindum ákveðinna hópa manna, ganga svo langt í þeirri mannréttindagæslu sinni að þeir, annað hvort í hugsunarleysi eða með vilja, traðka á mannréttindum annarra. Slík mannréttindagæsla getur varla talist mjög sannfærandi. Hún er ekki merkileg umræðan, um hvaða mál sem annars er, ef aðeins annar aðilinn fær tækifæri til að tjá sig um málið en sjónarmið hins eru með öllu þögguð niður. Í því...