Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

psycho
psycho Notandi frá fornöld 44 ára karlmaður
8.434 stig
******************************************************************************************

Jónas og Magga 181 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Jónas og Guðmundur ráku lítið fyrirtæki saman og einn daginn voru þeir að rífast heiftarlega um kynlíf. „Ég tel,“ sagði Jónas, „að kynlífið sé 90 prósent erfiði og 10 prósent skemmtun.“ „Helvítis della,“ sagði Guðmundur. „Kynlífið er 90 prósent skemmtun og 10 prósent erfiði.“ Um þetta tókst þeim að rífast heil-lengi, eða þar til einn starfsmanna fyrirtækisins, ungur maður með framtíðina fyrir sér, kom þar að. Þeir ákváðu að bera þetta undir hann. Eftir smá íhugun sagði ungi maðurinn: „Kynlíf...

Jónas og Magga 180 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Jónas fór til sálfræðings. Sálfræðingurinn teiknaði hring á blað og spurði „Hvað sýnist þér þetta vera?“ „Nakin kona,“ sagði Jónas. Sálfræðingurinn teiknaði ferning á blað. „En þetta?“ sagði hann „Nakin kona á göngu,“ sagði Jónas. Nú teiknaði sálfræðingurinn þríhyrning á blaðið. „Hvað heldur þú að þetta sé?“ spurði hann. „Þetta er nakin kona sem situr á stól,“ svaraði Jónas. „Ja hérna,“ sagði sálfræðingurinn. „Mér sýnist að þú sért með kynlíf á heilanum.“ „Ég???“ sagði Jónas. „Það ert þú sem...

Jónas og Magga 179 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Jónas stoppaði við á píanóbar til að fá sér í botninn á eins og tveim-þrem glösum. Á meðan hann var þar fór píanóleikarinn að spila lag sem Jónasi fannst það allra fallegasta sem hann hafði heyrt. Lagið var svo fallegt, laglínan svo blíð og uppbygging lagsins svo angurvær, að Jónas táraðist. Þegar píanóleikarinn hafði lokið laginu fór Jónas til hans og sagði „Þetta var það allra fallegasta lag sem ég hef heyrt!“ „Þakka þér fyrir,“ sagði píanistinn. „Ég samdi það fyrir um það bil ári.“ „Er...

Jónas og Magga 178 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Jónas var inná hverfiskránni sinni þegar brunalúðurinn fór allt í einu í gang. Örstuttu síðar heyrðist í slökkvibíl sem brunaði framhjá. Jónas stóð upp, þurrkaði bjórfroðuna framan úr sér og sagði „Þar fer slökkviliðið og nú fer ég líka!“ „Heyrðu mig,“ sagði kráareigandinn. „Síðan hvenær ert þú genginn í slökkviliðið?“ „Hvorki nú né síðar!“ sagði Jónas, „en maðurinn hennar Siggu í næsta húsi er í liðinu og ég skrepp alltaf til hennar þegar hann er í útkalli.“...

Jónas og Magga 177 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Magga fór til læknis síns til að kvarta undan Jónasi: „Maðurinn minn er óargadýr í kynlífsmálum!“ sagði hún. „Hvað áttu við?“ spurði læknirinn. „Hann vill gera þetta á hverju kvöldi!“ sagði Magga. „Það er nú ekkert óeðlilegt. Margir karlmenn þurfa að gera það á hverjum degi, sumir oft á dag.“ „Já, en hann vill gera það á svo óeðlilegan hátt. Það er hreinasti hryllingur, skal ég segja þér.“ „Aa!!“ sagði læknirinn, „það er allt annað. Segðu mér nú nákvæmlega hvaða hrylliega óeðli það er sem...

Jónas og Magga 176 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Jónas fór á gamals aldri að skoða skólamál og í því sambandi leit hann á stærðfræðipróf sem hann, börn hans og barnabörn höfðu tekið í gegnum tíðina í barna- og smræmdum prófum. Þá sá hann að kennararnir höfðu næstum alltaf verið með sömu spurningarnar á prófunum, en aðeins breytt þeim í samræmi við tíðarandann. Hér eru nokkur dæmi: Árið 1957: Bóndi selur poka af kartöflum fyrir 20 krónur. Framleiðlukostnaðurinn er 4/5 af verðinu. Hver er hagnaðurinn? Árið 1967: Bóndi selur poka af kartöflum...

Jónas og Magga 175 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Jónas skrapp til Benidorm í sumarfríinu sínu. Þar kannaði hann allar lífsins lystisemdir og meðal þess sem hann gerði var að fara á nektarbaðströnd. Þar komst hann í kynni við afskaplega fallega, en frekar saklausa, unga, ljóshærða kennslukonu frá suður Jótlandi. Hann rabbaði lengi við hana, en þegar hann uppgötvaði að hún kunni ekki að synda bauðst hann til að hjálpa og leiddi hana niður að vatninu. Tveim tímum seinna spurði sú unga „Heyrðu, er það satt að ég drukkni ef þú tekur fingurinn...

Jónas og Magga 174 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Jónas fór að ná sér í rjúpu til jólanna, en vegna ókunnugleika fékk hann mann með sér, sem sagðist vera bseta rjúpnaskytta og leiðsögumaður á gjörvöllu stór-Reykjavíkursvæðinu. Eftir fjögurra tíma göngu og hálfa rjúpu (hún var of nálægt og of stór högl í byssunni) rann það loks upp fyrir Jónasi að þeir voru orðnir villtir. „Sagðist þú ekki vera besti leiðsögumaðurinn á stór-Reykjavíkursvæðinu?“ öskraði hann á félaga sinn. „Jú,“ sagði hann, „ég er það, en ég held að við séum komnir í...

Jónas og Magga 173 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Jónas var í kokdillisteiti (hanastélsveislu, cocktail party) og sá þar „brjóstgóða“ og „vel lærða“ stúlku sem honum fannst vera ansi „ísmeygileg“. Hann gaf sig því á tal við hana, blikkaði öðru auganu og sagði „Ég get gert ýmislegt við þig, sem aldrei – og ég meina aldrei – hefur verið gert áður!“ „Eins og hvað?“ spurði sú unga, forvitin. „Ég get gert þig viti þínu fjær með tungunni í mér!“ „Já, er það,“ sagði hún, áhugalítil, enda veraldarvön þrátt fyrir ungan aldur. „Einmitt,“ sagði Jónas....

Jónas og Magga 172 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Jónas fór að heimsækja aldraðan föður inn á elliheimili. Hann fann gamla manninn þar sem hann sat á stól í setustofunni. Rétt hjá var ein af hjúkrunarkonunum sem sáu um að gamla fólkinu liði vel og tæki pillurnar sínar. Jónas settist hjá föður sínum og fór að segja honum tíðindi að heiman. Eftir smá stund byrjaði pabbi gamli að hallast til vinstri í stólnum sínum og þegar hallinn var orðinn hættulega mikill stökk hjúkrunarkonan til og rétti hann við aftur. Enn leið smá stund og nú fór sá...

Jónas og Magga 171 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Jónas var að vinna sem bréfberi fyrir jólin og fann þá bréf sem stílað var á Jólasveininn Gáttaþef, Norðurpólnum. Hann opnaði bréfið og las þessi átakanlegu skilaboð: Kæri Gáttaþefur, Heldurðu að það væri nokkur möguleiki að gefa mér þrjátíu þúsund krónur í jólagjöf? Ég er ekki að biðja um þetta bara mín vegna, heldur vegna mömmu minnar, sem er ekkja og vegna þriggja systra minna, sem eiga engan föður, aumingjarnir litlu. Með þrjátíu þúsund krónum gæti ég keypt mér hjól og á því gæti ég...

Jónas og Magga 170 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Jónas og Guðmundur voru þáttakendur í pókerspili þar sem spilað var uppá háar fjárhæðir. Í eitt skiptið voru allir búnir að leggja niður spilin nema þeir tveir og í pottinn voru komnar margar miljónir króna. Nú vildi Guðmundur trufla Jónas, sem virtist ekki láta neitt á sig fá, og þannig ná yfirhöndinni í spilinu. Hann stóð því upp, renndi hönd sinni eftir berum skallanum á Jónasi og sagði „Nei, veistu hvað, Jónas? Skallinn á þér er eins viðkomu eins og rasskinnin á konunni minni.“ Jónas...

Jónas og Magga 169 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Jónas var eitthvað limpulegur eftir áramótin og fór að finna lækninn sinn. Læknirinn skoðaði Jónas nákvæmlega, fann hvað var að honum og lét hann fá lyfseðil fyrir stikkpillum og (að því hann hélt) nákvæmar leiðbeiningar um notkun þeirra. Nokkrum dögum seinna hittust þeir aftur, Jónas og læknirinn og sá síðarnefndi spurði Jónas hvernig hann hefði það. „Ég skal segja þér það,“ sagði Jónas snúðugur. „Þessar pillur sem þú lést mig fá, þær virkuðu bara andskotan ekki nokkurn skapaðan hlut. Ég...

Jónas og Magga 168 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Jónas og Magga voru í brúðkaupsferð og þegar þau komu á hótelið fóru þau tafarlaust upp á herbergi og gerðu það sem fólk gerir í brúðkaupsferðum. Morguninn eftir bankaði þernan á dyrnar hjá þeim og spurði hvort þau vildu fá morgunverð. Jónas kallaði til baka og þakkaði fyrir, en sagði að þau ætluðu að lifa á ávöxtum ástarinnar. Þegar leið að hádegi kom yfirþjónninn, bankaði á dyrnar og spurði hvort hann mætti bjóða þeim hádegisverð, en Jónas þakkaði fyrir og sagði að þau ætluðu bara að lifa...

Jónas og Magga 167 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Jónas fór í veiðiferðalag til Sviss og gisti eina nótt í gistiheimili til fjalla, sem hann taldi annars laust við alla gesti. Hann valdi sér herbergi á jarðhæð rétt innan við aðalinnganginn og eftir að hann hafði eldað sér kvöldmat og borðað hann, settist hann á rúmið sitt og fór að hreinsa riffilinn sinn. Jónas gáði ekki nógu vel að sér og gleymdi einni kúlu í rifflinum, svo að á meðan hann var að hreinsa hann hljóp skot úr rifflinum. Sem betur fer fór kúlan framhjá Jónasi og upp í gegnum...

Jónas og Magga 166 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Jónas fór á hestamannamót og sá þar að einn hesteigandinn var að gefa hestinum eitthvað sem hann gerði ráð fyrir að væri einhverskonar örvandi lyf. Hann stoppaði eigandann og bar þetta upp á hann og lét þess getið að hann myndi láta forráðamenn mótsins vita af þessu. „Lyf?“ sagði eigandinn. „Nei, hreint ekki. Þetta eru bara sykurmolar. Sjáðu, ég skal fá mér einn sjálfur. Gjörðu svo vel, þú skalt bara prófa líka.“ Báðir menn átu sykurinn. Jónas afsakaði sig og fór. Stuttu seinna var eigandinn...

Jónas og Magga 165 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Jónas var hjá lækninum og læknirinn var áhyggjufullur. „Ég bara skil þetta ekki.“ sagði hann. „Ég er búinn að láta framkvæma margar athuganir og flóknar rannsóknir, en ég get bara ekki séð nákvæmleg hvað er að þér. Ég held að það hljóti að vera áfengisneyslan sem er að rugla allat saman.“ „Já, sko…“ drafaði Jónas, „… ég skil vel hvernig þér líður. Og ég skal bara koma seinna þegar það er runnið af...

Jónas og Magga 164 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Jónas kom eitt sinn við í gæludýraverslun og keypti páfagauk sem kaupmaðurinn lofaði að gæti talað. Tveim vikum seinna kom Jónas aftur og kvartaði undan því að gaukurinn væri ekki farinn að segja eitt aukatekið orð. „Kauptu handa honum svona bjöllu,“ sagði kaupmaðurinn. „Það virkar oft mjög vel til að fá þá til að fara að tala.“ Jónas keypti bjölluna. Viku seinna kom hann aftur og sagði að fuglinn talaði enn ekki neitt. Nú lagði kaupmaðurinn til að Jónas fengi sér spegil í búrið hjá fuglinum...

Jónas og Magga 163 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Það var óvenjulegt að sjá Jónas á hverfiskránni án hundsins. Hann hafði mætt á krána á hverjum degi í mörg ár og alltaf var hundurinn með honum. Guðmundur furðaði sig á því að hundurinn var ekki með og spurði Jónas hvar dýrið væri. Jónas brast umsvifalaust í grát. „Ég þvoði hann í gærkvöldi og hann dó,“ snökti hann sorgmæddur. Guðmundur var forviða. „Heldurðu að hundurinn hafi dáið bara af því að þú þvoðir hann?“ spurði hann. Jónas kinkaði dapurlega kolli. „Það var annað hvort það, eða...

Jónas og Magga 162 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Jónas og Magga sátu heima hjá sér þegar lögreglan réðist allt í einu inn með miklum látum og handtók hann. Honum var gefið að sök að hafa rænt kvenfataverslun tveim vikum áður og tekið þaðan 50 kjóla, sem hver um sig kostaði 3.990 krónur. Lögreglan fann alla kjólana við húsleit. „Stalst þú þessum kjólum?“ spurði varðastjórinn við yfirheyrsluna. „Já,“ sagði Jónas skömmustulegur. „Áður en ég skrifa upp framburðinn frá þér þá er bara eitt sem mig langar til að fá að vita,“ sagði varðstjórinn....

Jónas og Magga 161 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Jónas var í skapi til að fara einn hring í golfi einn daginn og skrapp þess vegna á golfvöllinn í nágrenninu. Það var enginn á vellinum, svo hann ákvað að fara hringinn einn. Fyrsta teighöggið var öflugt, en beygði af til hægri og kúlan hvarf á milli trjánna sem stóðu við brautina. Jónas íhugaði málið vandlega, en ákvað síðan að taka tveggja högga víti og slá annan bolta. Annað höggið var beint og gott og boltinn skoppaði niður eftir miðri brautinni. Jónas var ánægður og fór sér hægt með...

Jónas og Magga 160 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Jónas var að aka um norðurland um daginn þegar lögreglan stoppaði hann. „Gerir þú þér grein fyrir því að þú varst á alltof miklum hraða?“ spurði lögreglumaðurinn. „Ja, ég var eiginlega allt of upptekinn við að fylgjast með veginum til að geta horft á hraðamælinn,“ sagði Jónas. Nú fór pínulítið að fjúka í lögreglumanninn. „Ökuskírteinið!“ sagði hann hrannalega. „Já, augnablik,“ sagði Jónas og byrjaði að leita. Eftir smá tíma rétti hann lögreglumanninum spjald, sem lögreglumaðurinn skoðaði...

Jónas og Magga 159 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Siggi litli kom seint heim úr skólanum einn daginn. Eftir dálitlar yfirheyrslur viðurkenndi hann fyrir móður sinni að ástæðan fyrir því hvað hann var seinn var að hann hefði átt samfarir við kærustuna sína. „Þetta eru mér mikil vonmbrigði,“ sagði Magga. „En, vegna þess að þú játaðir þetta fyrir mér þá máttu fá þér íspinna.“ Daginn eftir kom Siggi litli aftur seint heim og í þetta sinn játaði hann að hafa átt mök við eiginkonu eins nágrannans. „Þú ert þó alla vega heiðarlegur og játar þetta...

Jónas og Magga 158 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Jónas fór á hóruhús og sagði við maddömuna „Ég vil að þú vitir fyrirfram að ég er hræðilegur maður. Skrímsli, alger perri. Mér finnst gaman að berja konur og ég lét meira að segja útbúa sérstaka svipu fyrir mig. Ertu með nokkra stúlku handa mér sem þolir svoleiðis?“ „Auðvitað,“ sagði gleðigjafinn. „Hildigunnur er akkúrat rétta stúlkan fyrir þig. En svona barsmíðar eru dýrar. Þetta kostar þig fimmtíu þúsund kall.“ „Ég á nú ekki margra kosta völ,“ sagði Jónas. „Þetta er eina aðferðin sem dugar...

Jónas og Magga 157 (0 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Jónas var farinn að reskjast þegar ungir vinir hans buðu honum í veislu. Þegar líða tók á kvöldið fóru gestirnir að missa ýmsar hömlur og með þeim fóru fötin þeirra og hegðunin varð frjálslegri. Jónasi þótti ráðlegast að hringja í Möggu. „Veistu hvað, elskan,“ sagði hann í símann, „þessi veisla sem ég er í, ég hélt að þetta yrði bara matur, drykkur og drepleiðinlegar ræður, en nú eru naktar stúlkur farnar að dansa á borðum og allt er að snúast upp í alsherjar kynsvall og orgíu! Hvað á ég að...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok