Jónas lögga átti að vera á vakt alla nóttina, en þá var bærinn bara svo rólegur að varðstjórinn sendi hann heim laust eftir tvö. Hann ákvað að reyna að vekja ekki Möggu, konuna sína og kveikti því ekki ljósið, heldur klæddi sig hljóðlega úr og ætlaði að skríða uppí. Þá settist Magga upp og sagði “Heyrðu, vinur, ég er með ægilegan höfuðverk. Viltu ekki hlaupa fyrir mig í apótekið og kaupa dálítið af Magnýl?” “Jú, auðvitað,” sagði Jónas. Hann þreyfaði sig að fötunum sínum, klæddi sig og fór...