Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Sjálfsfróunarfrelsi fyrir fólkið! [Lagatexti] (8 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Typpi, rass og rennblaut píka. Presturinn í einrúmi runkar sér líka. Allt saman þarfir, jafnvel þó þú starfir, fyrir Drottinn sem sjálfur stundar iðjuna slíka. Eitthvað er rakt fyrir neðan eitthvað loðið. Einhver er graður og strýkur á sér roðið. Einhver kallar nafnið mitt og mér er boðið í funheita leiki þar sem “það” verður soðið. Við öll erum komin af öpum. Við öll erum komin úr sköpum. Ef kirkjan myndi ráða þá logandi við hröpum, niður til heljar þar sem við emjum að eilífu… …yfir okkar...

Hrærivél tilverunnar [Skaparinn á sýrutrippi og ég líka...] (2 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Allir þessir kvenmenn sem ásækja mig enn verða senn gleymskunni minni að bráð. Allir þessi kvenmenn sem ég hef þráð og allt þetta þunglyndisstríð sem ég hef háð mun senn verða máð í huga mér. Hef alltaf verið sér á báti, róandi mið þar sem ekkert er og mig dreymir um leiðir þar sem ég öðlast frið og enginn fer. Hef komist að því að manneskjan er mein sem dreifir sér hratt og því verður hún aldrei ein. Margir fara flatt á því að forðast annað fólk. Samfélag er mjólk sem veitir öllum næringu...

Saklausar sálir í réttu ljósi? (III. hluti) - 18+ (9 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Í hálfkæringi spurðir þú mig hvort ég væri í stuði fyrir eitt- hvað sniðugt. Mig langaði einna helst til að segjast vera spólgraður, að ég væri til í að rífa þig úr fötunum, fleygja þér á rúmið, snúa þér við, taka þig aftan frá, rífa í hárið á þér, flengja þig, sleikja hálsinn á þér, stynja ókristilegum orðum í eyru þér, troða bellinum upp í þig, sjúga á þér rennblauta píkuna og enda svo á því að runka mér yfir stinn brjóstin þín… En sakleysislegt og spurult brosið á vörunum virtist bara...

Við enda hringekjunnar (2 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum, 7 mánuðum
í nærveru sólar þrái ég myrkrið í svartnætti tómsins leita ég ljóssins í hlutleysi húmsins sakna ég hlýju í yljandi örmum vantar mig frostið jafnvel þó ég laðist að einhverju nýju helst hjarta mitt veiklynt og brostið því hvert sem ég fer í leit að sjálfum mér hefur eldingu þunglyndis alls staðar lostið og þess vegna stöðvast ég hér. -Danni-

Rótgróið hatur í sundruðu hjarta (0 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum, 9 mánuðum
skýin myrkvast, loka augum og varpa sínum köldu hryggðartárum á illa klæddan mann sem grætur lágt af sínum sárum… sólin sofnar, hnígur niður og varpar sínum gyllta rökkurroða á blóði þakinn mann sem trú og friðsemd vildi boða… tunglið vaknar, horfir yfir og varpar sinni frosnu silfurskímu á yfirgefinn mann sem missti allt úr lífi sínu… … lítil í eðjunni liggja þau kyrr börnin sem brostu og elskuðu hann upp vaknar hatur á vestri sem fyrr því það hefur eyðilagt saklausan mann… … með ekka í...

Þegar sjálfseyðingarhvötin komst í tísku... (14 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum, 9 mánuðum
englarnir munu vart þola okkur meir því maðurinn er hinn þyrnum þakti geir sem stingst nú dýpst í höfuðið á Drottni… blóðuga lykt flytur hinn suðræni þeyr líkin einmana liggja undir sviðnum reyr og okkur er slétt sama þó þau grotni… barnið fellur sært á sundurskotinn leir í huga minning um hatur uns það deyr og með því draumurinn um frið, draumurinn brotni… … heilagt stríð því til er sá siður sem við vanvirtum flestöll í blindni aldrei verður friður, því miður og þúsundir munu deyja sökum...

Stundaglas (3 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum, 9 mánuðum
einmanalegt bergmál heyrist þegar enn einn blóðdropinn fellur niður í pollinn á botni holrúmsins þar sem áður var hjarta mitt… -Danni-

Ástarsorg á Mótel Venus (0 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum, 9 mánuðum
maginn er stútfullur af stingandi oddum sem stóra bita skera úr slímhúð minni einmana tæmi ég úr augum á koddum sem anga nú mjúkir af lyktinni þinni… mig daglega dreymir þig bera því djúp ólgar þráin í taugum ég veit ekki hvar ég skal vera því ég villtist í þínum augum… langar að falla í faðminn þinn þreyttur og finna þig strjúka allan leiðann á brott í stað þess sit enn ég við tölvuna sveittur og ákaft reyni að hugsa um eitthvað gott… orð finna leið frá sálu minni fingurnir slá á takkana...

Móðir og barn (3 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum, 10 mánuðum
hjarta mitt, hjarta mitt… af hverju brestur svo í taugum þínum sem skapa mér lífið og halda mér örum? andlit mitt, andlit mitt… af hverju ertu nú svo þakið línum sem liggja frá augum og niður að vörum? ástin mín, barnið mitt… er það á förum? … kæri Drottinn, svo margt sem það hefur ekki farið ekki klippa stutt það líf sem sjálft sig getur ekki varið… kæri Allah, svo fátt sem það hefur augum litið ekki taka brott það barn sem varla hefur öðlast vitið… kæri Jahve, svo lítt sem það hefur frá...

Our self-destructive nature [texti fyrir brósa] (0 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum, 10 mánuðum
***Þar sem ég kann hvorki að syngja né spila á hljóðfæri (nema Gamla Nóa og Góðu mömmu á píanó) hefur leið mín legið í textagerð upp á síðkastið. Litli bróðir minn er helvíti efnilegur á gítar og hefur hann núna beðið mig um að semja fyrir sig texta við lag sem hann hefur samið (sem er andskoti flott by the way). Eftirfarandi texti er einn af þeim hugmyndum sem ég hef komið upp með. Endilega segið ykkar skoðun. “Inner Gates” sem ég samdi fyrir löngu síðan kemur einnig til greina sem...

Eitt egg og eitt sæði [Hippaboðskapur í tilefni aðventu og jólanna] (4 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum, 11 mánuðum
gagnkynhneigð eða samkynhneigð frjálshyggja eða íhaldsemi lauslæti eða skírlífi …við ættum að viðurkenna bæði blökkumenn eða hvítir menn karlpungur eða kerlingarskass naumhyggja eða auraþrá …við ættum að viðurkenna bæði múslimar eða gyðingar búddistar eða kristnir menn Allah, Jesú, Búdda eða Jahve …við ættum að viðurkenna bæði heimspeki eða stærðfræði ljúfmennska eða skapbræði konungar eða lýðræði gallar eða gæði …við ættum að viðurkenna bæði því við byrjuðum öll sem eitt egg og eitt sæði…...

Jarðarsálfræði (0 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum, 11 mánuðum
hin innrænu öfl Móður Náttúru skapa himinhá fjöll og tignarlega tinda á fagra ásjónu hennar meðan hin útrænu öfl með veðrun að vopni reyna eftir fremsta megni að brjóta hana niður … nú get ég ekki annað en fundið til einhvers konar samkenndar -Danni Pardus-

Margtuggða veiðisagan (3 álit)

í Ljóð fyrir 19 árum, 1 mánuði
með brotna stöng slitið girni deigan öngul og lélega beitu held ég til veiða um hverja helgi á fjölfarnasta veiðisvæðinu í miðborginni hef orðið var við nokkur nört náð að fanga nokkra titti en er þó aldrei ánægður með fenginn … segi alltaf gömlu söguna um skemmtilegu tökuna gullfallegu bleikjuna fiðringinn í hjartanu og vonbrigðin þegar hún slapp úr háfnum -Daníel Pardus-

Þegar strengirnir þagna (8 álit)

í Ljóð fyrir 19 árum, 1 mánuði
sex strengja gítar með þrjá strengi slitna getur ekki spilað sitt fagra lag tveggja strengja hjarta með annan strenginn slitinn vill bara rymja sitt daufa slag og það hljómar ætíð eins … yfirborð sálar sést ekk’í myrkri og sorgin bak skugganna leynist í tóminu hljóðið hverfur á braut og þögn ein í eyrunum reynist í myrkri skjólin ég ætíð finn mér í myrkri bólin mér þykja svo hlý í myrkrinu næði og myrkur er hér myrkrið er athvarf og vinur á ný … strengirnir fáir í tóminu þegja og hljóðir í...

Tilfinningabrúða (2 álit)

í Ljóð fyrir 19 árum, 1 mánuði
forritaðar brúður með heila úr mjúkum leir mótmæla engu né biðja um eitthvað meir lífið er rútína og lögin farveg skapa fyrir líkama sem hafa engu að tapa… úr augum þeirra dauðinn brýst út sem sýrutár sorgin hefur þurft að bíða í alltof mörg ár útrásin heft af ímynduðum lagafjöllum þau mega ekki gráta, frammi fyrir öllum… karlmenn eru sterkari og skulu allt þola í angist og verkjum þeir mega ekki vola innri reiði, innri leiði og innra víti eru nú föst í sjálfsköpuðu húðargrýti… … ekkert...

Preaching Atheist (grófur þungarokkstexti) (3 álit)

í Ljóð fyrir 19 árum, 6 mánuðum
you think you’re welcome up for your deeds and glory for your daily grace but when you’re lying rotten and forgotten in the mud I’d really like to see the look on your divine face… you think you’re good and sweet because you have no lust because you fear and pray but when you’re slowly dying and just lying on your bed did you really never want to fuck the nights away? obeying some laws most people won’t follow you’re killing the joy you should be sucking your crummy existence has to be...

Farðu til fjandans (endurgerð) (5 álit)

í Ljóð fyrir 19 árum, 7 mánuðum
með aflitað hár og augu sem stara svo djúpt með farðaða húð og vöðva sem standa svo kúpt silkisléttar varir sem glotta hæðnislega að öllum telur sig vera vinsælan og stærstan af stórum köllum… stoltur af sjálfum sér og gengur þráðbeinn í baki bestur í bóli, bestur í drykkju og langbestur í blaki ástfanginn af sjálfum sér, þessi myndarlegi og sæti myndi riðlast á sjálfum sér og speglinum ef hann gæti… … ég er þreyttur á þessum hrokafulla heimi sem við búum ég er þreyttur á tilveruleysi þess...

Meltingarvegurinn (4 álit)

í Ljóð fyrir 19 árum, 8 mánuðum
stundum langar mig einna helst að teygja hendur mínar lengst upp í báðar nasirnar ná gripi á heilaberkinum og skrapa nokkrar slæmar hugmyndir minningar hugsanir og ljóð í burtu og éta hratið svo það endi örugglega þar sem það á heima.

Á bak við tjöldin (8 álit)

í Ljóð fyrir 19 árum, 8 mánuðum
í svörtu jakkafötunum og hvítu skyrtunni stóð ég með vaxið skyndimeikið eye-linerinn augnskuggann og varalitinn inni á karlaklósettinu. horfði á spegilinn horfði á sjálfan mig horfði á hlutina og lagði frá mér Martiniflöskuna hugsandi: “varð James Bond aldrei svona fullur?”

Drottinn elskar nörda (4 álit)

í Ljóð fyrir 19 árum, 8 mánuðum
“ég gæti verið blaðsnepill ég gæti verið stökkmús ég gæti verið hrossafluga eða lítið forljótt hús… ég gæti verið borðfótur ég gæti verið bjórkrús ég gæti verið fiskifluga eða lítið forljótt hús… ég gæti verið könguló ég gæti verið blaðlús ég gæti verið geitungur eða lítið forljótt hús… því guð minn elskar allt jafn heitt og guð minn faðmar allt jafn kært í augum hans við erum eitt það hef ég gegnum lífið lært…” sönglaði sunnudagaskólakennarinn og dinglaði höfðinu skátahattinum þverslaufunni...

www.god.hvn (3 álit)

í Ljóð fyrir 19 árum, 8 mánuðum
meðan sumir hafa ADSL tengingu dettur mín inn og út og nær sjaldan að vera hraðari en 14.4 kbs… kannski er lykilorðið rangt kannski er forritið bilað kannski spenni ég greipar mínar vitlaust en líklega hef ég bara gleymt að borga reikningana…

Pervertískur syndaselur við Himnaríkis gátt (4 álit)

í Ljóð fyrir 19 árum, 8 mánuðum
jafnvel nú þegar logar hreinsunareldsins skríða upp líkama minn Lykla-Pétur veifar glottandi framan í mig lyklinum og von mín um dvöl í Himnaríki dvínar æsast viðkvæm svæði syndugra líffæra við hitann sem strýkur hreðjarnar mínar… …og ég þarf að brenna hérna lengur.

Eitthvað fagurt (1 álit)

í Ljóð fyrir 19 árum, 9 mánuðum
reyndi að teygja mig í sólina en komst svo að þeirri staðreynd eftir hálsríg vöðvaslit og höfuðverki að það vantaði 149.999.999 kílómetra og 997,3 metra upp á… teygi mig þó áfram í sólina tunglið stjörnurnar norðurljósin eða eitthvað annað fagurt og fjarlægt því leiðin þangað er auðveldari auðrataðri og fljótfarnari en aftur inn að hjarta þínu… tók eitt hliðarskref og annað en áttaði mig aldrei á gífurlegri lengd þeirra… … teygi mig áfram í sólina tunglið stjörnurnar norðurljósin eða...

Kæfðar hugmyndir (12 álit)

í Ljóð fyrir 19 árum, 9 mánuðum
niður í hyldýpið sál mín sogast skrattar og englar um leifarnar togast en hugur minn særður í sorgmæðum stynur hvert skal halda er heimurinn hrynur? þunglyndið algert, líkaminn linur alltof nálægt mér helvíti dynur hvar ertu myrkur? hvar ertu vinur? … í skugganum skjól við ávallt finnum þar skjótt þerrast tár af votum kinnum í myrkrinu hef ég nú of lengi dvalið hvert skal halda ef sinnið er kvalið? þunglyndi algert, hjarta mitt kalið smám saman verður sinni mitt galið hvar ertu sólskin? hvar...

Síðasti farfuglinn (mjög þungt ljóð/lag) (6 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum
haustið heilsar aftur öllum sálum hryggbrotin við sjáum laufin fjúka grundin gullin bíður eftir bálum gisið vill það brott frá jörðu strjúka… eitthvað dó í mér en ennþá dvelur drunginn hefur krafti mínum stolið gleðin hverful hvarf í sínar felur kvalinn finn ég minnka aftur þolið… hjartað veit hve hjálplaus ég get orðið hljómur vinda eykst með hverri stundu hlýjan dvaldi stutt og hefur horfið hamingjan er flogin upp frá grundu… napur gnæðir vindur vont um kinnar veikbyggt hefur sinnið lengi...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok