Þú getur tekið meirihluta verklega námsins á undan þeim bóklega en ég held að engin muni mæla með því, best er að taka bóklega hlutann mjög fljótlega svo að þú skiljir flugkennarann :) Á Íslandi dimmir fljótt yfir veturinn og er því lítið færi fyrir skólafólk að fljúga á kvöldin, helgarnar eru hentugri. Gott er að taka nokkra tíma fyrst, jafnvel sóló prófið, til að kannast við það sem fjallað er um á námskeiðinu, nýta veturinn til að taka bóklega hlutann og tína inn nokkra tíma um helgar,...