Þetta var reyndar afspyrnuléleg könnun þar sem hún gat engan veginn endurspeglað raunverulegar skoðanir Hugara. En þessi grein, eða öllu heldur umræðurnar sem ég sé fyrir mér að muni skapast í kjölfarið, gerir meira en að bæta upp fyrir könnunina. Ég hef ekki séð að aldur segi mikið til um hversu hættulegur einstaklingur er í umferðinni, auðvitað er líklegra að ungir ökumenn sletti aðeins úr klaufunum en margir þeir sem eldri eru, en þá komum við líka að reynslu, eða reynsluleysi, ungra...