Ef við lifðum í skýjunum væri líf okkar styttra. Kannski mínúta og þó varla svo lengi. Því himinninn er alltaf að breytast, og ef við lifðum lengur villtumst við bara. Þessi sjötíu, áttatíu ár sem okkur mönnunum er úthlutað eru einmitt rétt nægileg til þess að fólk trúi því að jörðin sé kyrr. Svartur bjó í klefa 23. Þeir höfðu hoggið til fangelsi í berginu. Rammgerðasta fangelsi ríkisins. Svartur hafði verið þarna, samkvæmt skrám, frá fyrsta ári. Það var langt síðan, og í sannleika sagt þá...