Murakami skrifaði einu sinni smásögu um stúlku, fullkomna stúlku, sem hann hitti eitt augnablik á troðinni götu í Tokýóborg. Hún var eins og gerð fyrir hann, 100%, frá A til Ö, en hann stoppaði ekki. Og sagði ekkert.Hann lét hana renna sér úr greipum og sá hana aldrei aftur. Ég trúi ekki á ást við fyrstu sýn. Eða að þarna úti sé til einhver akkúrat rétt manneskja handa öllum,sálufélagi. Ein manneskja og engin önnur. Eins og í Lovestar eftir Andra Snæ. Nei. En nú er ég kominn á þriðja tebolla...