Hiti er bara mælikvarði á það hversu hratt frumeindir efnis hreyfast. EF þær hreyfast hratt er hluturinn heitur, en ef þær hreyfast hægt þá er hann kaldur. Ekki er vitað hversu mikill hiti er mögulegur, það er jafnvel haldið að það sé ekkert þak á því. Hitinn í kjarna sólstjarna t.d. á að geta orðið milljónir. Hins vegar er búið að reikna út hvar botninum er náð, þ.e. hvenær frumeindirnar hætta að hreyfast, og er það við -273°C, eftir það getur ekki kólnað meir. Hægt er að framkalla alkul á...