Langaði bara að benda á tvö atriði. 1. Í byrjun 19. aldar var Þýskaland, eins og við hugsum það, ekki til, heldur ótal furstadæmi og smáríki með þýskumælandi íbúum. Öflugast þessara ríkja var Prússland. Veldi Habsborgaranna í Austurríki Ungverjalandi hafði vissulega staðið um aldir en samt varla hægt að tala um sameinað þýskt ríki fyrir daga Bismarcs, nema ef þú ferð alveg aftur á daga Karlamagnúsar og aldirnar eftir það. Það er því vafasamt að tala um þýska þjóð eða kynstofn, hvað þá Aría,...