Hvernig var þetta öðruvísi en hin skiptin, sem varð til þess að þú fékkst samviskubit? Annars held ég að, eins og margt annað, þá fari þetta eftir þínum og hans persónuleika og hvernig hann tekur hlutunum. T.d. gæti hann verið mjög sár núna, eða kominn yfir það og jafnvel þolir þig ekki. Ef þú kæmir svo að tala við hann og biðjast afsökunnar þá gæti það látið honum líða verr (honum liði illa því hann vissi að þér liði illa) og gæti jafnvel mistúlkað, að þú sæjir eftir að hafa sagt honum upp...