Manstu? Manstu…? Er við sátum saman og horfðum á stjörnurnar. Er við leiddumst, þrátt fyrir hellidembu og frost. Er við gengum um göturnar saman, bara til að vera saman. Er við hittumst hvenær sem við gátum, vorum saman allan daginn, og gerðum í rauninni ekki neitt, vorum bara saman, og það var nóg. Manstu hvernig þú varst? Hve feiminn og óreyndur, líkt og ég. Hvernig þú leiddir mig, kysstir mig, hélst utan um mig, …bara snertir mig, hvenær sem færi gafst. Manstu hvernig þetta var? Hvernig...