Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Er verið að brjóta á þér? (7 álit)

í Skóli fyrir 15 árum, 1 mánuði
Daginn Langaði að forvitnast. Vitið þið hvað Samband íslenskra framhaldsskólanema er, hvert hlutverk þess er? Vissuð þið yfir höfuð að það væri til? Þið sem eruð útskrifuð/hætt; Vissuð þið af þessu á sínum tíma? (Einnig var til félag sem hét Félag framhaldsskólanema) Nýttuð þið ykkur það? Haldið þið að það hefði nýst ykkur ef þið hefðuð vitað af félaginu? Tekið af http://www.neminn.is/ SÍF er Samband íslenskra framhaldsskólanema. Meginmarkmið sambandsins er að gæta að og standa vörð um...

Mætingareining? (12 álit)

í Skóli fyrir 15 árum, 2 mánuðum
Smá könnun :) Eru einhverjir hérna í skóla þar sem þeir fá mætingareiningu. Eða vita um skóla þar sem svoleiðis er gefið? Endilega segið hvaða skólar það eru. Mætingareining lýsir sér þannig að mæti nemendi í 95% tímanna eða meira þá fær hann eina einingu sem umbun fyrir góða mætingu.

Fimo balls? (2 álit)

í Húðflúr og götun fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Smá hjálp? Ég skil ekki alveg. Ég hélt að þetta væri kúla fyrir tungulokk. En ef ekki, tilhvers er hún þá? Cannot be worn in the mouth.http://www.wildcat.eu/shop/product_info.php?products_id=1325

Hvítir/svartir stuttermabolir, auðir. (7 álit)

í Tíska & útlit fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Sæl :) Vitiði hvar ég get fundið stuttermaboli, já eða hlýraboli, sem eru ekki með neinu á? Engir stafir, engar myndir o.s.frv. Hvíta eða svarta. Svona sem er hægt að lita á með fatalitum. Danke schön :)

Lucky you (41 álit)

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum
Rakst á þetta um daginn, ákvað að deila þessu með ykkur. Persónulega finnst mér þetta frekar ljótt. Hvað finnst ykkur? Vona að ‘the exposer’ sé í lagi.

Þoka (7 álit)

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum
Ákvað að spyrja ykkur reyndu :). Er með frekar ákveðna mynd í huga sem verður húðflúruð á mig í framtíðinni. Á þó eftir að útfæra hana og ég var með smá pælingu. Haldiði að það sé hægt að flúra á mann hálfgerða þoku? Svona “mist”. Er frekar stór mynd (finnst mér) og myndi passa vel inní að hafa svona “mist” á ákveðnum stað. Sá samt ekki alveg fyrir mér hvernig væri hægt að húðflúra það á mann… þá meina ég vel, þannig það sjáist alveg hvað þetta er. Hvað haldið þið?

Öskur! (4 álit)

í Börnin okkar fyrir 16 árum, 1 mánuði
Sælnú. Bý meðal annars með 1 árs gömlum dreng sem algjör krúsídúllubolla og voðalega yndislegur :). Hinsvegar tók hann upp á því mjög nýlega (svona 2 vikur síðan) að byrja að öskra upp úr þurru. Engin venjuleg öskur heldur, mætti helst líkja þessu við einhver hátíðniöskur, sker hræðilega í eyrun og getur staðið yfir ótrúlega lengi. Áður var hann alltaf að rífa frekar harkalega í eyru og hár og klóra. En ég hef náð að venja hann af því, að minnsta kosti er hann hættur að gera það við mig...

"Blaðra" við naflagat. (6 álit)

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 2 mánuðum
Hmm. Það er eitthvað svona ‘thingy’ hjá naflagatinu mínu. Hjá neðra opinu, ef það skiptir máli. Veit ekki alveg hvernig á að lýsa því. Ekki beint svona bump. Lítur út eins og eitthvað blóðhlaup, svona jelly :P. Einhver sem veit hvað þetta er og hvað á að gera? Er eina málið að taka lokkinn úr? Er reyndar búin að klípa þetta eiginlega burt, blæðir bara smá núna. Var kannski ekki góð hugmynd :). En fann ekkert fyrir því svo já. Rámar reyndar í að stelpa sem ég þekki hafi verið með eitthvað...

HVER kann að nota FYRIRFRAMGREITT kreditkort?! =) (9 álit)

í Tilveran fyrir 16 árum, 2 mánuðum
Já, hæ. Á svona voðalega sniðugt fyrirframgreitt kreditkort. Þið vitið, svona til að kaupa á netinu og svoleiðis. En þannig er mál með vexti að ég kann ekkert á það. Ætlaði að fara að nota það um daginn. Reyndi að millifæra á það af debetkortinu, en svo er víst ekki hægt að millifæra á kredit númer? Hvað gerir maður þá? Vitleysingurinn ég spurði ekkert að þessu í bankanum. Og vitleysingurinn ég ákvað að fatta þetta ekki fyrr en nú, en núna get ég ekki farið í bankann og spurt. Auk þess sem...

Fjarnám/dreifnám (2 álit)

í Skóli fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Er að breyta náminu mínu yfir í dreifnám. Var í 25 einingum en var ráðlaggt að fækka þeim eitthvað fyrst ég ætlaði út. Var nú frekar erfitt að velja áfanga til að hætta í en ég er komin niður í 18-21 einingu. Myndi sætta mig við að vera bara í 18 einingum en er samt ekki alveg búin að ákveða hvort ég haldi einum áfanga í viðbót. Mig langaði því bara að athuga hvað aðrir hefðu vanalega gert. Getur varla skaðað að fá viðmið frá öðrum. Svo, vitiði eitthvað um þetta? Vitiði hvað fólk er vanalega...

Rauði liturinn.. (8 álit)

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Ætla að koma með smá forvitni :). Var að pæla í þessu scarification. Samkvæmt þeim litlu upplýsingum sem ég hef aflað mér, þá skil ég ekki betur en að það er bara gert sár og svo verður það að öri. Ef það er bara þannig, þá skil ég ekki hvernig það getur verið svona rautt alltaf eftir að það er búið að gróa. Mín ör eru að minnsta kosti alls ekki svona fagurrauð og þegar sár hjá mér eru að gróa verða þau frekar fljótt svona gul eða rauðbrún. Er eitthvað sett í sárið svo það haldi sér svona?...

Hvað á að kunna fyrir prófið? Svara sem fyrst, takk :). (4 álit)

í Mótorhjól fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Jæja, þannig er mál með vexti að hlutirnir voru að gerast dálítið óvænt. Var að komast að því að ég á að mæta í próf í fyrramálið. Skellunöðrupróf, byrja á bóklega og einhver möguleiki á að ég taki líka verklega þá. Þar sem það var ekki planið að taka þetta og ég bjóst ekki við að þurfa að læra neitt af þessu dóti fyrr en eftir tæpt ár, þá er ég ekkert í alltof góðum málum. Auk þess hef ég í rauninni ekki farið í ökuskóla 1 og ekki verið hjá ökukennara í þessum tilgangi. S.s. ég veit EKKERT...

Þið hafið klukkutíma frá og með.. núna! ;) (6 álit)

í Tíska & útlit fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Jæja, þið hafið klukkutíma til að koma með úbergóð ráð um hvernig 16 ára stelpa getur málað sig og gert sig útlítandi sem um 25 ára ;). Köld týpa með ljóst hár. Koma svo! ;) Bætt við 14. maí 2008 - 18:07 Já, og svona gráblá e-ð augu

Geyma efni af ruv.is? (7 álit)

í Tilveran fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Jæja, kunniði að taka efni af ruv.is? :P Langar að eiga dálítið sem er þar inná og það verður bráðum tekið útaf. Einhver forrit sem þið þekkið? :)

Hárgreiðsla.. (10 álit)

í Tíska & útlit fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Það er ákveðin hárgreiðsla (klipping og litun) sem mig er búið að langa í…uu, í uþb. 3 ár. Ég er búin að gera nokkrar tilraunir til að fá það sem ég vil en klippikonurnar virðast alltaf misskilja :S. Ég hef lýst þessu svona; Ég vil hárið aðeins fyrir neðan axlir, fullt fullt af styttum, tjásum og því drasli, kannski smá töff skátopp. Ég vil það ljóst (er nokkuð ljóst fyrir), og rauðar strípur. Samt ekki strípur, meira svona lokka, nokkra lokka, sem eru samt ekki oná hárinu heldur svona inní...

(geð)heilsa (16 álit)

í Heilsa fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Geðheilsa á heima hér, ekki satt? Allavega var ég að spá, ef þið vissuð, hefðuð reynslu eða eitthvað. Segjum sem svo að ég sé ekki ánægð með þá manneskju sem ég er. Virka kannski góð manneskja utan frá, frá annarra sjónarhorni. En það sem er fyrir innan er það sem ég vil ekki, eitthvað sem mjög fáir (ef einhverjir) fá að komast nálægt. Allavega er þessi innri partur bara með vanlíðan, fáránlegur og óþarfa hugsanir, þarfir og langanir, kvíða, áhyggjur og annað sem skemmir allt gott sem ég...

ojjbarasta! :S (36 álit)

í Tilveran fyrir 17 árum
Búin að sjá þetta? Vá, ojj!, get ekki mikið annað sagt :/. http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1304620 Afhverju er til svona fólk?! :(

Hvað haldið þið? (16 álit)

í Húðflúr og götun fyrir 17 árum
Jæja, segjum sem svo að ég sé 15 ára stúlkukind sem langar alveg óstjórnlega mikið í eitt ákveðið gat :). Ég er að fara til Glasgow fljótlega og er búin að afla mér alls kyns upplýsingar um stofur þar. Ég myndi finna góða stofu þar sem væri vel hæfur einstaklingur til að gera þetta ákv. gat sem ég vil. Að sjálfsögðu þarf maður að skrifa niður upplýsingar eins og vanalega og ég skrifa niður kennitölu sem sýnir að ég sé 18 ára. Ég segji gataranum að ég sé frá Íslandi. Hann spyr jafnvel um ID...

Nýtt gat (4 álit)

í Húðflúr og götun fyrir 17 árum
Annað lobe-ið mitt er frekar illa gert :S. Það er vitlaust staðsett, of neðarlega o.fl. og svo er það líka skakkt, þegar ég set lokk í þá verð ég að setja hann á ská svo ég finni útgönguleiðina. Allavega er þetta að pirra mig dálítið mikið og mig langar að fara og fá annað í staðinn. Ég var með göt í eyrunum en það greri fyrir, fór svo og fékk ný einhverjum mánuðum seinna. Stelpan sagðist ætla að skjóta í “gömlu götin” en gerði það eiginlega ekki, gamla gatið var allavega ekki svona skakkt....

Æhjj.. (16 álit)

í Húðflúr og götun fyrir 17 árum
Mig klæjar svo í naflagatið mitt :S…hljómar kannski skringilega, en mig klæjar samt :(. Einhver ráð til að losna við það/minnka það? …og er þetta ekki líka dálítið skrítið? :/ Er svona pínu rautt samt í kringum götin.

Naflagat.. (12 álit)

í Húðflúr og götun fyrir 17 árum
Fékk gat á laugardaginn (í gær) og gleymdi blaðinu mínu í Reykjavík (bý útá landi), man nú flest en var að spá hvernig væri með sund og klórið þar, á eitthvað að bíða með svoleiðis? Svona fyrst ég er að gera þráð. Þá var ég líka að spá aðeins :). Ég veit að tungugat grær fljótt ef maður tekur lokkinn úr, en segjum eftir kannski svona 10 til 20 ár, mun þá líka gróa alveg fyrir? Og eins með naflagatið, ef ég tæki pinnan úr eftir 10 til 20 ár, myndi gatið gróa? Heyrði líka um konu sem rifnaði...

Bara smá pæling frekar en nokkuð annað ;P (39 álit)

í Rómantík fyrir 17 árum, 1 mánuði
Segjum að maður sé í sambandi og það slitni svo upp úr því. Hvað finnst fólki að maður ætti að bíða lengi áður en maður fer og gerir einhverja vitleysu? ;) sem sagt fer að dúlla sér eða e-ð með öðru fólki. Hef nefninlega grun um að skoðanir á því geti verið mjög mismunandi. Endilega segjið líka ef fleiri staðreyndir skipta máli, svosem hvort parið hefur verið saman í 2 mánuði, eitt ár eða 10 ár, og hvort aldur skipti máli. Ég persónulega er ekki alveg með skoðun á þessu. Finnst að fólk ætti...

Greinin? (6 álit)

í Tilveran fyrir 17 árum, 1 mánuði
Bara smá forvitni :P. En hvað varð um greinina um vændið sem var hérna rétt áðan? Sá ekkert að henni.

"könnun" (24 álit)

í Húðflúr og götun fyrir 17 árum, 1 mánuði
Ákvað að gera frekar þráð en könnun, svona til eiga möguleika á nákvæmari svörum ;). En spurningin er; Hvað finnst ykkur um geirvörtugöt á konum? S.s. sexy, fráhrindandi, flott, ljótt…o.s.frv. ;) Mér finnst það frekar sexy :P, stundum allavega ;). Samt kannski spurning hvort verið sé að “skemma” falleg brjóst? Bætt við 29. október 2007 - 16:32 Já, líka, myndi álit ykkar á konunni breytast? t.d. yrði hún stimpluð á einhvern hátt?

Gin og romm.. (7 álit)

í Djammið fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Jæja, hvernig gin er best? Og hvaða romm er best? Þá ef við tökum það inn í myndina; gin+sprite og svo romm+burn. Ef þið getið, þá megiði alveg segja afhverju sú tegund sé betri en önnur ;), t.d. kannski með því að lýsa bragðinu? TakkTakk ;)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok