Yfirleitt höldum við mikið upp á snillinga sem leysa erfiðustu þrautir. En lausnir þeirra eru oftast svo flóknar að við venjulegt fólk skiljum ekki grænan guðmund hvað þessir ágætu snillingar eru að fara. Því er oft vanmetin þáttur kennarans og snilli hans við að gera flóknustu hugsun svo einfalda að varla talandi smábörn skilji hana. Legg því til að við tökum ofan fyrir öllum þeim kennurum sem hafa aðstoðað okkur við að skilja allt það sem við skiljum (vil taka fram að ég er ekki kennari).
Sendi inn þessa grein í framhaldi af könnuninni sem spyr: Getur einn maður verið öðrum æðri? Svarmöguleikar eru tveir, “já” eða “nei”. Fyrst var ég þeirrar skoðunar að könnunin væri gölluð að það vantaði einn möguleika til viðbótar, þ.e. “á sumum sviðum”. En áttaði mig svo á að það gengi ekki upp því meðaltal eða summa “sumra sviða” gerði það að verkum að menn gætu verið hver öðrum æðri. Þannig að einn er lægstur og einn er æðstur. Könnunin er því rétt fram sett. Afstaðan til spurningarinnar...
Datt í hug þegar ég sá könnunina um heimspekilega dagbók, að þeir sem gera slíkt ættu kannski að “blogga” hana, þ.e. að setja hugrenningar sínar fram í “vefleiðara”. Kíkið t.d. á www.blogger.com
Nú hefur vísindunum tekist að einrækta mennskan fósturvísi. Fyrirtækið Advanced Cell Technology Inc sérhæfir sig í að rækta hvaða frumklasa (líffæri) sem er til að nota í “varahluti” handa mönnum. Fyrirtækinu hefur tekist að búa til fósturvísi sem lifði í nokkra daga. Fósturvísar sem eru búnir til á þennan hátt verða síðan notaðir til að búa til frumur og vefi fyrir sjúklinga sem þjást af sykursýki, parkisonveiki og öðrum sjúkdómum. Margir hafa tjáð sig um þetta sé siðferðislega rangt, með...
Ég man þegar það var ekkert, það eru mínar fyrstu minningar, þetta er tíminn áður en ég fór að muna. Einnig man ég augnblik sem hafa komið þegar það var ekkert, oft eru þetta erfiðustu augnablikin og ég vil helst gleyma, t.d. óminnishegri vímunnar.
Vona að ég sé ekki að vekja upp draug þótt ég komi svona seint inn í þessa umræðu. Óendanleiki er að ýmsu leiti velskilgreint hugtak. Eitt einkenni óendanleikans er að hann er endanleg stærð t.d. (óendanleiki+1=óendanleiki-1). Í ýmsum forritunarmálum er t.d. stærðin 1/0 skilgreint þannig að hún er stærri en allar aðrar tölur. 1/0 er þannig skilgreind sem óendanlega stór heiltala. Mjög gagnleg í mörgum tilvikum eins og talan 0. Spurning hvort hugurinn getur höndlað óendanleikan þá hlýtur það...
Í þræðinum “Trú, blekking”, greindi mér og gthth nokkuð á um “raunveruleika” félagslegra hluta. Samkvæmt ákveðnum skilningi getur félagslegur hlutur bæði verið hlutlægur (t.d. bíll) eða huglægur (t.d. siðir). Í reynd eru skilin þó ekki skörp þarna á milli því oftast er sami hluturinn bæði til sem hlutlægur og huglægur hlutur. Bíll er þannig bæði efnislega áþreifanlegur hlutur, auk þess að fela í sér óefnislega hluti. Í vissum skilningi má segja að hin huglægi þáttur hlutarins sé sá...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..