Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: að smíða heim

í Spunaspil fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Ég var að skoða þetta, sá að þetta voru í heild 12 blaðsíður, þannig að ég held ég taki bara aðalatriðin út.

Re: Re: Trú, Trúleysi og Þjóðkirkja

í Deiglan fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Ég hef brotið öll nema eitt boðorð (hór þýðir utan hjónabands). Fyrrihluti Gamla Testamentsins fjallar um allt annan guð heldur en seinni hluti þess og Nýja T, það sést þegar guð hættir að tala við konunga og byrjar að tala við spámennina sem voru bara einhverjir náungar. Á einum stað í Biblíunni stendur að synirnir eigi að gjalda fyrir syndir feðranna, á öðrum stað (nokkrum blaðsíðum frá) stendur að synirnir eigi *ekki* að gjalda fyrir syndir feðranna. Biblían er svo full af þversögnum að...

Re: Lögleiðing fíkniefna

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 9 mánuðum
25% íslenskra karlmanna og 11% íslenskra kvenmanna munu fara í meðferð vegna alkahólisma - og þér finnst að við þurfum að hafa meira úrval af kostum sem fólk getur notað til eyðileggja líf sitt og sinna nánustu?

Hvar eru góðu strákarnir

í Rómantík fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Nexus6, byrjaðu að hanga þar.

Re: Hættir Björn Bjarnason sem menntmálaráðerra

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Já, það væri yndislegt að losna við hann úr Menntamálaráðaneytinu.

Re: Nokkrar spurningar til helstu andstæðinga frelsis einstaklingsins

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Ég svaraði öllu sem var örlítið vit í.

Re: Nokkrar spurningar til helstu andstæðinga frelsis einstaklingsins

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Þú heldur því sífellt fram, þessu fáránlega, að það sé verra að skaða einstakling heldur en samfélag.

Re: Forsjálhyggja

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Það að nota eiturlyf er ekki að taka ábyrgð á lífi sínu heldur að forðast raunveruleikann. Þú hefur svo gaman að því að snúa út úr en það gerir ekkert fyrir málstað þinn.

Re: Re: Trú, Trúleysi og Þjóðkirkja

í Deiglan fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Kemur þessu ekkert við en ég stend við þetta.

Re: Re: Vissir þú að.....

í Gamanþættir fyrir 23 árum, 9 mánuðum
SniFur, gengurðu milli áhugamála til að reyna að bögga fólk? Ég verð að benda þér á að þetta lætur þig bara líta út eins og fífl, sem þú ert líklega.

Re: Re: Re: Rasistar á Huga

í Hugi fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Hvað er þá að hinum rasistunum, illska?

Re: Nostradamus, einhver ?

í Dulspeki fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Stórkostlegt alltaf þegar er haldið fram að Nostradamus hafi sagt fyrir um Hitler, það er alltaf bent á orðið Hister sem kemur fram í ljóðunum hans - Hister er heiti á hluta Dónár. Þegar túlkanir á spádómum Nostradamusar rætast er það yfirleitt vegna þess að túlkanirnar voru hafðar eins almennar og hægt var eða spáð var fyrir um eitthvað sem var mjög líklegt að myndi gerast eða bara algjör tilviljun. Nostradamus gaf út Almanak þegar hann var á lífi með veðurspám, þær voru alræmdar fyrir að...

Re: Ný geymslutækni; 10,8 Terabæt á greiðslukorti

í Vélbúnaður fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Verð að segja það, VÁ!!

Re: Re: Trú, Trúleysi og Þjóðkirkja

í Deiglan fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Gæti vel verið áhrif frá Adams, ég notaði þessa setningu í grein sem ég skrifaði í Moggann.

Re: Forsjálhyggja

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Þvílík vitleysa: Útrýming á Gyðingum var ekki afleiðing forsjálhyggja heldur rasisma. Sovétríkin ógnun við heimsfriðinn? Það fyrsta sem kommonistar gerðu þegar þeir tóku völdin var að hætta þáttöku í fyrri heimstyrjöldinni. Fjöldamorðin á Torgi hins himneska friðar og ofsóknir á tímum Sovétríkjana voru til að tryggja völd þeirra sem voru við stjórnvölinn en ekki vegna þess að þeir væru að reyna að hafa vit fyrir almenningi. Þ.e.a.s. þetta er allt vitlaust hjá þér. Síðan er þessi tafla á...

Re: Re: Re: future

í Sci-Fi fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Stoltur af fáfræði þinni? Hver eru annars áhugamál þín?

Re: Nýtt áhugamál: Sportbílar

í Hugi fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Litlir bílar, miðstórir bílar, stórir bílar, mjög stórir bílar, flutningabílar.

Re: Nýtt áhugamál!!!!

í Hugi fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Það eru bara þrír dagar síðan þú varst að senda inn póst um nákvæmlega það sama og þá sagði ég þér, eins og ég ætla að gera núna, að það er búið að lofa að koma með áhugamálið Rokk.

Re: Yfirhalning áhugamála

í Hugi fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Ef þú skoðar þessi tvö áhugamál þá er lítið talað á þeim, á báðum eru líflegustu umræðurnar um tónlist/tónlistarmenn en ekki mp3 lög eða hljóðfæri, ef þetta yrði sameinað þá myndi verða til sterkt áhugamál sem hefði möguleika á því að mp3 lög og hljóðfæri, síðan er ljóst að mp3 umræðan á oft heima á Netinu þegar það er verið að spjalla um Napster og svoleiðis.

Re: Re: Trú, Trúleysi og Þjóðkirkja

í Deiglan fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Mig grunar að þeir sem reyna að lifa í fullkomnu samræmi við Biblíuna deyji úr þversögnum.

Re: að smíða heim

í Spunaspil fyrir 23 árum, 9 mánuðum
ég á nokkrar greinar um það að búa til eigið kerfi og heim úr Arcane, kannski ég ætti að þýða þetta, pósta þetta hér?

Re: Re: Re: Re: future

í Sci-Fi fyrir 23 árum, 9 mánuðum
SniFur: Að hvaða leyti eru þín áhugamál betri en Star Trek? Hlærðu að öllu sem þú skilur ekki? Silly Person

Re: Kraftwerk á Alþingi???

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Þetta er held ég djók frá Droopy til að sjá hvort það væri einhver ritskoðun á hvaða myndir fara hvert, hann sendi líka inn grein um “raftónlist” inn á Alþingi sem hvarf eftir smá tíma.

Re: Fyrsti bíllinn

í Bílar fyrir 23 árum, 9 mánuðum
mAlkAv tjáir sig í fyrsta skipti á þessu áhugamáli, kannski í síðasta: Gamlann Daihatsu Charade, eyðir mjög litlu og bara almennt frábær bíll.

Re: Nýtt áhugamál: Sportbílar

í Hugi fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Það þarf ekki að bæta við áhugamálum um svona sérhæfð efni, aðalvandamálið við áhugamálin er að þau eru ekki nógu almenn. Ég get ekki ímyndað mér annað en að Sportbílar falli vel inn í Bíla áhugamálið.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok