Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Lögleiðing fíkniefna á Íslandi?

í Deiglan fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Ég veit þú átt ægilega erfitt með að skilja hluti en prufaðu að lesa aftur yfir þessa lýsingu um “Útópíu” mína, þetta var nefnilega lýsing á Íslandi.

Re: Foo Fighters fan club

í Rokk fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Ef þú verð á tenglakubbinn hérna á Rokk þá geturðu klikkað á Ulitmate Band List og flett þar upp FooFighters, þar eru upplýsingar um aðdáendasíður og líklega líka um hljómsveitina…<br><br><A href=“javascript:%20getUserInfoByName('mAlkAv');”>mAlkAv hinn myrki</A> Millenium Hand and Shrimp.

Re: skoðunarkönnuninninninn

í Rokk fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Túlkun All Music Guide á Simply Red: Genres:Rock Styles:Sophisti-Pop, Blue-Eyed Soul, Pop/Rock, Adult Contemporary, Dance-Pop Það dugar til að réttlæta fyrir mér hvers vegna þeir eru hér, þetta er nefnilega ekki Metall heldur Rokk sem er mun víðara hugtak. Það er hins vegar rétt að það vantar “ég er ekki hrifinn af þeim” möguleika en það að hafa möguleika sem er “ömurlegir” er í raun ekkert betra af því að vegna þess að þó maður sé ekkert hrifinn af hljómsveit þá þarf ekki að vera að manni...

Re: Eiturlyfin öll !

í Deiglan fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Ég hef áður sagt þetta, fræðslan virkar ekki nógu. Ef svo væri þá væri ekkert áfengisvandamál á Íslandi.

Re: Lögleiðing fíkniefna á Íslandi?

í Deiglan fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Þú ert algerlega vonlaus í þessu, þarft alltaf að oftúlka allt. Þú tekur það sem gefið að þar sem ég vilji fá að skoða litla puttann þá vilji ég höggva hendina af og gelda þig í leiðinni, það er bara heimskulegt. Í fyrsta er munur á réttlætanlegt og æskilegt, mjög mikill. Ég segi að það væri alveg réttlætanlegt en ég myndi ekki segja að það væri eitthvað sem við ættum að gera ef við gætum það. Ef við gætum það þá ættum við að skoða málið í stað þess að hafna því um leið. Þegar ég er að tala...

Re: Eiturlyfin öll !

í Deiglan fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Ég held ekkert að það verði stoppað á næstu árum enda er það barnalegt markmið, við megum bara ekki gefast upp á baráttunni af því að við náum aldrei 100% árangri. Það er alveg ljóst og hefur alla vega verið haldið fram að kannabisneysla í litlu mæli er hættulítil á meðan það er hættumeira ef það er notað oftar, ef aðgangur er minni þá er hættan minni. Ef verð á löglegu kannabis yrði haft lágt þá myndi neyslan aukast, ef verðið yrði hátt þá myndi ólöglegur innflutningur aukast af því að það...

Re: Lögleiðing fíkniefna á Íslandi?

í Deiglan fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Væri það réttlætanlegt að leita öllum sem koma til landsins? Já 100%, ef þú veist að það verður leitað á þér þegar þú kemur þá er það enginn árás í einkalíf þitt af því að þú getur alveg undirbúið þig. Hvað heldurðu annars að mörg prósent þeirra sem koma til landsins séu að reyna að koma einhverju framhjá tollvörðunum? Er það raunhæft? Nei, það er bara ekki hægt. Er þetta sambærilegt við að leita í öllum húsum? Nei að sjálfsögðu ekki vegna þess að heimili manns er heilagt og verður að vera...

Re: Lögleiðing fíkniefna á Íslandi?

í Deiglan fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Þú kemur með svo langsótt kjaftæði á móti þessu. Við tökum alltaf reglulega og leitum á fólki sem kemur inn í landið, við megum og eigum að gera það vegna þess að það er nauðsynlegt til að verja landið, samfélagið. Það að ætla að ganga í hús er allt annað vegna þess að það væri án neinnar ástæðu, við höfum ástæðu til að leita á fólki sem kemur til landsins og fólk á að vita að það er hluti af ferðalögum en það að ganga í hús eru ofsóknir á fólki sem hefur ekki tekið neina meðvitaða ákvörðun...

Re: Málið

í Deiglan fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Pistill hjá Auði var í raun árás á það sem er kallað hámenning, mér fannst þetta var svoltið lélegt hjá henni (þessi pistill) en ég spáði síðan í því og áttaði mig á því að þó ég hafi áhuga á Existenselisma þá hef ég ekki nennt að horfa á leikritin hans Becketts á RÚV.

Re: Eiturlyfin öll !

í Deiglan fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Ég hef oft rökstutt það sem ég er að segja en málið er að þú vilt ekki trúa því, þú ert búinn að ákveða hver niðurstaðan er fyrir fram. Staðreyndin er sú að það er enginn ástæða til að leyfa fleiri eiturlyf og ef við myndum gera það þá myndi það skaða samfélagið. Ég hef lesið allt þetta nákvæmlega og hef komist að niðurstöðu sem var þó ekki sú sama og ég var einu sinni, ég leit einu sinni á að það ætti að leyfa kannabisefni en síðan áttaði ég mig á því að það myndi ekki bæta neitt og það er...

Re: 12 Monkeys

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Ég var að horfa á myndina á DVD með directors commentary og ég vildi deila þessu með ykkur: Terry Gilliam sagði að persónurnar lifðu að eilífu í hringrás Brad Pitt skráði sig inn á geðspítala undir nafni persónu sinnar til að undirbúa sig fyrir hlutverkið.

Re: bensín okur

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Ég er að tala um á nokkurra ára tímabili, ekki eitt og eitt ár. Það var niðursveifla í banaslysum þegar það var niðursveifla í efnahagslífinu og það fór aftur upp á svipuðum tíma og Íslendingar byrjuðu að enurnýja bílaflota sinn sem segir okkur ekki endilega að nýju bílarnir séu hættulegri en það sýnir hins vegar að þetta sé tölfræðin bendir frekar til þess heldur en að eldri bilar séu hættulegir, en eins og ég segi þá er þetta eitthvað sem ætti að skoða,

Re: Hvora á að kaupa?

í Rokk fyrir 23 árum, 6 mánuðum
der, núna þarftu að tilkynna okkur hvernig þér finnst diskarnir…

Re: Þarf þá nokkuð tilkynninga kubbinn? - Svar

í Rokk fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Ég er ennþá að spá í það, en eins og núna þá er linkur af Dagskránni inn á tilkynningarnar svo maður geti lesið allt það sem við vitum um tónleikana, ég er líka að spá í að nota tilkynningakubbinn í aðra hluti líka… En eins og ég segi þá er þetta allt í spegúlerun hjá mér…<br><br><A href=“javascript:%20getUserInfoByName('mAlkAv');”>mAlkAv hinn myrki</A> Millenium Hand and Shrimp.

Re: The OFFSRPING

í Rokk fyrir 23 árum, 6 mánuðum
líttu á kasmír síðuna, þetta kemur fram þegar þú skoðar “undirskriftin”

Re: Lögleiðing fíkniefna á Íslandi?

í Deiglan fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Alltaf sama kjaftæðið hjá þér thew, koma með eitthvað svona og halda því fram að það sé eitthvað markmið hjá þeim sem aðhyllast ekki barnaskap frjálshyggjunnar að við séum einhver illgjörn kvikyndi sem viljum búa til eitthvað lögregluríki þar sem ekkert má, við viljum búa til samfélag sem byggir á lýðræðisreglum þeas allir hafa sömu grunn mannréttindi sem eru mikilvæg, það er frelsi. Frelsi er ekki að fá að gera hvaða rugl sem er. Frelsi er ekki það að fá að vera eitthvað eyland. Frelsi í...

Re: bensín okur

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Ég var ekki að ljúga, ég var að benda á banaslys hefur fjölgað á sama tíma og endurnýjun á bílaflota Íslendinga stendur sem hæst og stærri bílum fjölgar, ef stórir og nýjir bílar væru svona góðir þá hefði þróunin verið í hina áttina. Ég fullyrði ekki og fullyrti ekki að það væru tengsl á milli en hins vegar þá er þessi tölfræði í þá átt að ég hafi rétt fyrir mér. Aukningin er í raun það mikil að við verðum að skoða hvað er á bak við það.

Re: Eiturlyfin öll !

í Deiglan fyrir 23 árum, 6 mánuðum
“Cannabish er búið að vera miklu leingur til en áfengi og er nú þegar orðið stór hluti af okkar samfélagi.” lengur en áfengi? Ég hef nú ekki orðið var við að kannabis hafi komið inn í íslenskt samfélag fyrr en á 20. öldinni, áfengi hefur hins vegar verið hluti af íslenskri menningu frá upphafi, það er enginn vilji til að banna það en það væri í raun það sem væri gáfulegst, samfélög eru hins vegar ekki gáfuð og þú ert það ekki heldur.

Re: Rammstein tónleikarnir 15. júní 2001

í Rokk fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Þetta er ekkert komið á hreint en ég LOFA að um leið og þetta kemst á hreint þá mun ég birta upplýsingar um það, ég treysti líka á að ef þið fréttið eitthvað þá munið þið láta mig/okkur hin vita af því og þá mun ég láta þetta inn á Á Dagskrá og tilkynningar.<br><br><A href=“javascript:%20getUserInfoByName('mAlkAv');”>mAlkAv hinn myrki</A> Millenium Hand and Shrimp.

Re: Davíð snillingur

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Hann er alls enginn snillingur. Hann er með ljótt hár og ástæðan fyrir því að hann viðheldur þessu ljóta hári er að hann er með ennþá ljótari eyru. Skoðið þetta bara, eyrum hans eru ógeðslega stór og ljót að það er hrikalegt - ég hefði ekki minnst á þetta af fyrra bragði en þetta er staðreynd.<br><br><A href=“javascript:%20getUserInfoByName('mAlkAv');”>mAlkAv hinn myrki</A> Millenium Hand and Shrimp.

Re: bensín okur

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Banaslysum hefur fjölgað í kjölfar þess að tollar og gjöld voru lækkuð á stærri bílum, hefði talan átt að hækka miðað við það sem þú sagðir? Fólk er komið á nýrri og stærri bíla eftir þessa lækkun og eyðslufylliríið.

Re: Varanleiki

í Heimspeki fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Lífið er ekki Cheerios auglýsing….

Re: 12 Monkeys

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 6 mánuðum
hringrásin er þannig að þar sem hann sér sjálfan sig sem barn þegar hann er að deyja þá á hann eftir að lifa allt líf sitt.

Re: Eiturlyfin öll !

í Deiglan fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Infinity, munurinn á mér og þér er að þú ert búinn að ákveða hverju þú vilt trúa. Ég var í raun einu sinni á því að það ætti að lögleiða kannabisefni en síðan sá ég að það er til fullt af fólki sem hefur farið illa á því að nota þessi svokölluðu hættulausu efni og því augljóst að áróðurinn sem kemur frá kannabisaðdáendunum er ekki sannleikanum samkvæmt. Eins og ég hef oft sagt þá skiptir engu hvernig samanburðurinn við áfengi er, áfengi er því miður orðinn hluti af menningu okkar og hefur...

Re: The OFFSRPING

í Rokk fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Núna ætla ég að verja Offspring þó ég sé ekki neinn ofuraðdáandi. Mér finnst þeir sem eru að telja sig einhverja “alvöru” Rokkaðdáendur vera alveg hrikalega mikið fyrir að fylgja tískustraumum, þið eigið það til að vera alveg jafnmiklar tískuhórur og FM liðið sem þið lítið niður á, þið fyrirlítið vinsældir og það virðist vera algjör höfuðsynd. Það eru ákveðnir hlutir sem þessir “alvöru” Rokkarar mega hlusta á og þið farið alveg nákvæmlega eftir þessum línum, þið hafið eiginlega enga...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok