Nýlega heyrði ég formúlufréttir og áttaði mig á því að í ár mæta til leiks fjórir ökumenn sem hafa þegar unnið heimsmeistaratitil ökumanna. Þetta eru vitaskuld þeir, Jenson Button (heimsmeistari 2009), Lewis Hamilton (2008), Fernando Alonso (2005-2006) og sá ökumaður sem unnið hefur flesta heimsmeistaratitila ökumanna frá upphafi formúlu 1, Michael Schumacher (1994-1995, 2000-2004). Fýsti mig að vita hvenær síðast hefðu mætt svo margir heimseistarar ökumanna til leiks á sama...