Ég sit hérna og hugsa, hvað er ég, er ég ,ég? Eða er ég bara þú, bara öðruvísi þú? Ég er líklegast ekki þú, ekki einu sinni öðruvísi mynd af þér. Ég er líklegast bara ég, eða semsagt- Engin. Ég er að velta því fyrir mér- aftur, hvort þú viljir hitta mig aftur, eftir það sem ég lét þig ganga í gegnum, ætli ég eigi það skilið? Hvað í fjandanum var ég að gera þér? Já, á hverjum degi, þetta er orðin þráhyggja hjá mér, að sitja við símann, bara bíða, bíða eftir engu, af hverju er ég að gera það?...