Kötturinn er fremur lítið spendýr, lágfættur, með langa rófu. Höfuðið er hnöttótt, ennið lágt, trýnið stutt, en kinnbeinin mikil, svo að andlitið verður mjög kringluleitt. Augun eru stór og vita mikið fram, litan er gulgræn, og ljósopið er lóðrétt rifa í mikilli birtu, en kringlótt og stórt í lítilli birtu. Eyrun eru stór og víð, nasirnar smáar, fremst á snjáldrinu. Munnurinn er lítill, en getur þanist út(t.d. þegar kötturinn geispar). Sjást þá í honum tennurnar, 6 smáar framtennur, 2...