Það er til skammar hvernig margir forystumenn í þjóðfélaginu halda áfram að fara illum orðum um krónuna, það er eins og að sparka í gamla konu sem liggur í götunni, konu sem var búinn að skila sínu vel í gegnum lífið. Gleymum ekki að með þessa krónu í farteskinu hefur Ísland farið úr því að vera eitt fátækasta ríki heims í það að vera eitt það ríkasta, og gleymum því heldur ekki að gjaldmiðill er bara verkfæri, ef þú ert of fullur (á neyslufylleríi) þá gagnast þér ekki góður hamar !