Þú bendir réttilega á að það er allstaðar verið að ýta óhollustunni að fólki, t.d. kaffi og brjóstsykur í bönkum, gos sjálfsalar í íþróttahúsum en vatn ekki aðgengilegt. Við kassana í matvöruverslunum þarf að fara í gegnum “nammideildir” og margir falla í freistni. Annars fer það ekki saman að vera fit og horrengla, held að innst inni finnist fólki ekki fallegt að vera grindhorað, heldur reynir það útaf tískupressu. Alveg þangað til 1920 var talið gott að fólk væri “mjúklega” vaxið og þannig...