Jæja, loksins er þetta áhugamál komið inn. Enda orðinn tími til :) Í þessari fyrstu grein áhugamálsins ætla ég að fjalla um hljómasambandið 2-5-1, sem er algengasta hljómasambandið í jazzinum og reyndar allri tónlist. Fyrir þá sem kunna ekkert í tónfræði gagnast þessi grein mjög lítið, en fyrir hina sem eru að læra jazz á eitthvert hljóðfæri skiljið Þið vonandi hvað ég tala um. Ef við tökum 2-5-1 sambandið í c-dúr, þá eru nóturnar númeraðar í röð; C-hljómur er (1), D-hljómur er (2), E er (3)...