Jæja, ég hef farið svolítið ýtarlega í efnið í fyrri Quenya greinum mínum, svo að hérna er nokkurskonar úrdráttur úr því helsta sem einkennir sögu þess. Í Amanslandi voru tvær ,,tegundir” Quenya, Noldorin og Vanyarin, sem ég kýs að kalla á íslensku Nolda og Vanya. Vanyarin heyrðist aldrei á Miðgaðrði, öfugt við Noldorin sem eins og flestir vita(og líka þeir sem hafa svolítið vit í kollinum) Noldar töluðu. Reyndar var önnur álfamálstegund töluð á Amanslandi, Telerska, en hún er venjulega ekki...