Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

hress
hress Notandi frá fornöld Karlmaður
5.602 stig

Lyftir Redknapp bikarnum? (3 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Ef Liverpool vinnur Birmingham á sunnudaginn í úrslitaleik deildarbikarsins þá mun Jamie Redknapp taka við bikarnum þótt hann spili ekki einu sinni leikinn. Robbie Fowler og Sami Hyypia hafa verið fyrirliðar Liverpool í fjarveru Redknapp en þeir eru tilbúnir að gefa Redknapp heiðurinn því hann sé hinn sanni fyrirliði Liverpool.

Dómaraskandall á Anfield (3 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Liverpool unnu Roma samanlagt 2-1 í Evrópukeppni félagsliða og eru komnir áfram. Seinni leikurinn sem fram fór á Anfield Road fór 0-1. Það var Giovanni Guigou sem skoraði sigurmarkið í leiknum, en markið fellur þó alveg í skuggan á frammistöðu dómarans, Jose Maria Garcia-Aranda frá Spáni. Enginn botnaði neitt í dómgæslu hans í síðari hálfleik en hann m.a. dæmdi vítaspyrnu á Liverpool í stöðunni 0-1, en hætti svo við vítaspyrnuna og dæmdi horn í staðinn! Eftir þetta var ekki aftur snúið og...

ÉG HEIMTA CM SEM ÁHUGAMÁL (2 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Ég vil fá CM sem áhugamál á huga. Það er öllu viturlegra heldur en að hafa áhugamál eins og Rómantík, hunda, ketti og Alþingi.

Mike Tyson vs. Lennox Lewis (0 álit)

í Box fyrir 23 árum, 9 mánuðum

Varðandi skoðanakönnun (1 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Mancini er farinn burt frá Leicester til að reyna að sleikja sig upp við forráðamenn Fiorentina.

Kraftwerk á Alþingi??? (1 álit)

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Gaman að sjá mynd af Kraftwerk í þessu áhugamáli. Þeir strákarnir hafa örugglega mikið fram að færa.

Stoke að hjálpa ÍBV (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Stoke lánar ÍBV tvo leikmenn í sumar, Marc Goodfellow og Lewis Neale. Þeir eru báðir tvítugir vinstri fótar leikmenn. Marc Goodfellow hefur skorað 3 mörk fyrir aðallið Stoke í vetur og fullt af mörkum fyrir varaliðið. Báðir þessir leikmenn hafa verið viðriðnir 20 manna leikmannahóp Stoke í vetur og ættu því að koma í fínu formi til landsins um leið og Stoke hefur lokið keppnistímabili sínu í Englandi. Með þessu eru Stoke væntanlega að þakka fyrir lánið á Birki Kristinssyni sem er orðinn...

Hvernig er staða Seriu-A? (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum

Lilian Thuram á förum frá Parma? (4 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Lilian Thuram hefur lýst því yfir að hann geti vel hugsað sér að yfirgefa herbúðir Parma. Thuram er reyndar með samning við Parma til 2005 en er til sölu fyrir góða upphæð. Hann vill vinna ítalska meistaratitilinn með Parma, en er orðinn 29 ára gamall og ég sér ekki titil á næstunni hjá Parma. Þessar yfirlýsingar gleðja ekki stuðningsmenn Parma þar sem þeir geta ekki hugsað sér að missa Thuram eins og þeir hafa misst Zola, Veron og Crespo undanfarin ár. Ef Thuram er einhver alvara með þessum...

Wenger orðaður við Barcelona (3 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Arsene Wenger er sterklega orðaður við þjálfarastöðuna hjá Barcelona eftir að Capello ákvað að framlengja samning sinn við AS Roma. Sá leikmaður sem yrði væntanlega ánægðastur með að Wenger tæki við er Emmanuel Petit, enn hann kastaði takkaskónum sínum í jörðina fyrir framan Ferrer, þjálfara Barca, um helgina. Petit hefur mikið álit á Wenger: “Wenger er frábær manneskja og stórkostlegur þjálfari. Þegar við spjöllum er það meira sem vinir.” Petit sagði að Wenger væri líka mikill sálfræðingur.

Fréttir af Stoke (1 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Lögreglan á Englandi ákærði á föstudaginn 23 stuðningsmenn Stoke fyrir óeirðir á leik gegn Cardiff á síðasta ári. Áður höfðu um 80 manns verið ákærðir í þessu sama máli, sem er stærsta rannsóknarmál sem lögreglan hefur staðið fyrir á Englandi í sambandi við óeirðir á knattspyrnuleikjum. 39 manns slösuðust í látunum sem stóðu yfir á meðan á leik stóð og einnig eftir hann. — Annars gerði Stoke jafntefli á laugardag gegn nágrönnunum í Port Vale 1-1. . James O´Connor kom Stoke yfir á 55. mínútu...

Kanu ekki ánægður með Wenger (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Nwankwo Kanu gagnrýndi Arsene Wenger opinberlega í síðustu viku en það gerði líka Dennis Bergkamp. Bergkamp skammaðist út í Wenger á miðvikudag fyrir að hafa ekki viljað leiðrétta þann misskilning að hann væri hræddur við að ferðast með lestum og að það væri ekki ástæðan fyrir því að hann spilaði ekki með gegn Lyon. Þegar Wenger var spurður út í af hverju Kanu hefði ekki fundið sitt rétta form í vetur sagði Wenger að Kanu þyldi ekki enskt veðurfar. Þá útskýringu sætti Kanu sig ekki við og...

Newcastle-menn í þrælabúðum (3 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Bobby Robson, stjóri Newcastle, er bárlreiður eftir leikinn gegn Charlton um daginn þar sem leikmenn Newcastle gátu sama og ekki neitt. Hann er nú staddur með liðið í æfingabúðum á La Manga, en þær æfingabúðir eru nánast þrælabúðir. Þeir æfa eins og geðsjúklingar, fá ekkert að fara út og þurfa að fara í háttinn klukkan 7,strax eftir kvöldmat.

Roma ætlar að herma eftir Man U. (9 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Franco Sensi, forseti Roma, vill gera liðið að hinum ítölsku Manchester United með því að fara í samstarf við stórt amerískt íþróttafélag, en United gerðu samning við NY Yankees sem á víst að skila þeim miklum fjármunum í framtíðinni. Sensi sagði að United væri fyrirmyndin hans en hann hefði trú á því að Roma gætu orðið stærri. “United eru risastórir. Merki þeirra er frægt út um allan heim en þeir hafa nafnið Manchester sem kemur þeim svo langt. Ímyndið ykkur hvað hægt er að gera með merki...

Sheringham fyrir rétt (5 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Teddy Sheringham, framherji Man.U., mætti fyrir rétt í London í gær sem vitni fyrir dagblað sem Alan Sugar, eigandi Tottenham, er að lögsækja fyrir meiðyrði. Þar fram að Sugar hafi hótað Sheringham öllu illu eftir að hann ákvað að ganga til liðs við United árið 1997. Sugar hringdi í Teddy eftir að hann hafi skrifað undir hjá United og hótaði honum öllu illu ef hann segði eitthvað ljótt um hann eða félagið. Sheringham sagði líka frá því að Sugar hefði ásakað hann um að gera sér upp meiðsli og...

Hvar fylgist þú með fréttum? (0 álit)

í Deiglan fyrir 23 árum, 9 mánuðum

Babylon vs. Hamsatólg (0 álit)

í Metall fyrir 23 árum, 9 mánuðum

Hver verður markahæstur á Ítalíu? (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum

Á að fjölga liðunum í Landssímadeildinni? (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum

Allir að leggja skóna á hilluna. (2 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Einhvern veginn finnst mér eins og allir góðir leikmenn á Íslandi séu annað hvort að fara að sparka í bolta í útlöndum eða að leggja skóna á hilluna. Fyrirliðar Grindvíkinga og Frammara að hætta á besta aldri og Skagamenn að missa sterkan leikmann. Ég held að Hlynur Stefánsson sé líka hættur knattspyrnuiðkun. Nú síðast ákvað Steinar Guðgeirsson, fyrirliði knattspyrnuliðs Fram undanfarin ár, að leggja skóna á hilluna og einbeita sér að stjórnarstörfum fyrir félagið. Hann er 29 ára gamall...

Ginola ekki í náðinni hjá Gregory (3 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Það er deginum ljósara að ekki er hlýtt milli Frakkans David Ginola og John Gregory stjóra Aston Villa. Ginola fékk hlutverk aftasta varnarmanns í varaliðsleik fyrir stuttu og var ekki par ánægður með það, leit á það sem niðurlægingu. Chantal Stanley umboðsmaður Ginola segir samt að hann sé ekki á leið frá félaginu: “All he can do is try and play his way back into the team.” Peter Beardsley, fyrrum félagi Ginola segir að enginn leikmaður eigi að þurfa að ganga í gegnum þvílíka niðurlægingu...

Boltabullur í Stoke (2 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Lögreglan í Bretlandi leitar nú logandi ljósi að boltabullum sem fylgja Stoke City, en hún hefur síðustu vikur haldið úti stærstu rannsókn á boltabullum sem sögur fara af. Aðdáendur Stoke eru taldir erstu bullurnar og eftir að upp úr sauð á leik Stoke og velska liðinu Cardiff á Britannia í Stoke-on-trent í apríl s.l. þar sem fjöldi fólks slasaðist hefur lögreglan handtekið 71 bullu og fleiri eiga í hættu á að dúsa inni. Í kjölfar leiksins slösuðust 39 aðilar og þar af 12 lögreglumenn, þann...

DJ Beckham og Boy George. (1 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
David Beckham ætlar að gefa út Dj plötu í næsta mánuði. Beckham verður ekki hjálparlaus því klæðskiptingurinn Boy George verður honum til aðstoðar. Útgáfustjóri plötunnar borgar Beckham 30000 pund fyrir að taka verkið.

Íslendingar til Englands (7 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Helgi Sigurðsson sem ekki hefur getað fest sig í sessi í Grikklandi verður í láni hjá Derby County út leiktíðina. Öðrum Íslendingi, Þórði Guðjónssyni, hefur gengið illa að festa rætur á Kanarí og er til sölu fyrir áhugasama. Hann var orðaður við Derby fyrr í vikunni þannig að áhuga enskra á íslendingum sem geta lítið er þónokkur. Netmiðillinn planetfootball.com segir frá því í dag að Gerard Houllier hafi mikinn áhuga á því að kaupa Þórð sem spilar með Las Palmas, en ég held að kallinn sé...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok