Skysports greinir frá því að Arsene Wenger hafi átt viðræður við Joan Gaspart, forseta Barcelona, í París um daginn. Barcelona vildi hvorki játa þessu né neita en Gabriel Masfurroll, talsmaður félagsins, fór ekki leynt með aðdáun sína á Wenger. Samningur Wenger við Arsenal rennur út 2002 en hann hefur líka hótað að hætta afskiptum af knattspyrnu ef ákveðnar reglur sem hafa með félagaskiptakerfið að gera ganga í gegn.