Mér finnst þetta líka bara sætur texti. Mér finnst ekkert að því að setja þetta svona fram og þá kannski hugsar fólk út í það hvað það er að eiga kisur, og bara dýr yfir höfuð. Það er allt of mikið um að það að fólk fái sér kettlinga, hendi þeim síðan út þegar þeir eru orðnir stórir, eða börnin komin með leið á þeim. Að fá sér kött er skuldbinding í mörg ár…þeir hafa tilfinningar og þurfa ást og umhyggju.