Ég ræddi þetta einmitt við einn mjög pró flúrara um daginn, eða Jón Pál. Ég sagði honum að ég myndi ekki taka séns á að fá mér flúr þarna fyrir barnsburð. Hann var mér nokkuð sammála og skyldi vel af hverju ég vil ekki taka séns. Ef að þú slitnar á þeim stað sem flúrið er, er það ónýtt. En auðvitað veistu ekki hvort eða hvar þú munt slitna. En ég myndi bara ekki taka sénsinn á því að sitja uppi með blekklessu sem er teygð og ljót.