Ég var engan veginn að segja að miðlar væru allir rugl, margir eru það en allir? ég bara hef ekki hugmynd og mig langar til að trúa að svo sé ekki. Hinsvegar hef ég verið að læra mikið um heilann og hvernig hann virkar núna undanfarið og þessi þjóðsaga um að við notum bara lítið brot af heilanum virðist ekki vera sönn. Það er vitað hvað mörg, ef ekki flest líffæri heilans gera, og hverju þau stjórna, hvort sem það er sjón, færa minningar yfir á langtímaminnið, stjórna tilfinningum og margt...