Enn og aftur sá ég manneskju í C.S.I: NY sem ég kannaðist við, og í þetta sinn var það Frank Grillo (Hart) í þættinum í gærkvöldi. Hann lék gestahlutverk þar og fyrst var ég bara ,,ha, leikur hann vonda gæjann???“ en svo var ekki:) Jú, hann drap þennan Bobby Toole en bara til að verja bróður sinn, og svo var hinn bróðir hans morðinginn, þessi ”3:33 caller“ hans Mac, sem var gaurinn sem var að eltast við Stellu. Mér fannst hann nú alltaf doldið grunsamlegur en datt auðvitað ekki í hug að hann...