Flott mynd af Eric Saade, en hann tók þátt í Melodifestivalen þetta árið, undankeppni Svía, og varð í 2.sæti :) Hann vakti einnig mikla athygli þegar hann taldi upp stig Svía í aðalkeppninni í Osló 29.maí. Hann er rosa vinsæll í Svíþjóð og var að gefa út sína fyrstu plötu, Masquerade, en meðal laganna sem þar eru er Manboy, lagið sem hann söng í Melodifestivalen. Svo er Break Of Dawn og titillag plötunnar, Masquerade, bæði mjög flott lög og myndböndin við þau eru svona ástarsaga, eitt er...