Ég hef komið að leikhúsi og uppsetningu á leikritum á alls konar hátt. Ég hef leikið í leiksýningum, farið á leiksýningar, unnið að leikmyndagerð og unnið sem eltiljósamaður. Svo ekki sé talað um allar ferðirnar baksviðs eftir sýningar. Ég hef komist að því í gegnum tíðina að ekki er barnaleikur að setja upp eitt stykki leiksýningu! (hver bjóst svosum við því?). Ónei ónei! Að sýningu í atvinnuleikhúsi koma nefninlega hundruðir manna, beint og óbeint. Fyrir utan alla leikarana eru smiðir,...