Spoiler…ekki fara niður ef þú ert ekki búin að horfa á myndina og villt ekki að þetta spilli. Já, ég fór á Harry Potter á föstudaginn og var ekki með miklar né litlar væntingar. (passaði mig á því ;O). Ég mætti niður í Sambíóum í Álfabakka, voðalega hress og kát, klukkan hálf 7. (já ég er svolítið hörð á því að fá góð sæti). Ég og kærastinn biðum þarna í rólegheitum eftir að fólkið streymdi inn þar til klukkan 8. Þá datt einhverjum snillingi það í hug að opna (taka bandið frá) svo við...