Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

gmaria
gmaria Notandi frá fornöld 1.684 stig

Re: Flokkur framfarasinna og forverar hans

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 3 mánuðum
peace for all. Ég gleymdi því í gær að benda þér á það að mér finnst það EKKI þitt að dæma hvort ummæli þín gegn aröbum séu rasismi heldur annarra, sem, skoða þessi hin sömu ummæli þín. kveðja. gmaria.

Re: úthverfalistinn: Löngu kominn tími til!

í Deiglan fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Mér líst vel á þessa hugmynd að aukinni þáttöku íbúanna til ákvarðanatöku um sitt eigið nánasta umhverfi, með þáttöku sem ráðamenn. Íbúafjöldi í Reykjavik gefur fullkomlega tilefni til þess. Úrlausnir í skólamálum eins og nýting Korpúlfsstaða undir skólahúsnæði til þess að þjóna byggð langt frá, í stað þess að leggja fé í nauðsynlega uppbyggingu skólamannvirkja, er illa ásættanleg á sama tíma og borgin er að taka þátt í samkeppni á fjarskiptamarkaði með fjármunum í Línu net, þar sem kjörnir...

Re: Fordæminga hryðjuverka

í Deiglan fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Er ekki möguleiki fyrir stjórnvöld að fá Steingrím Hermannsson til þess að gera tilraun til þess að miðla málum ? Mig minnir að hann sé málkunnugur Arafat, og flokksmaður í flokki utanríkisráðherra.

Re: Flokkur framfarasinna ókyrrist varla.

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Mín skoðun. Hræðsla við skoðanir sem hafa tekið forystu á vitrænum grunni, er kunna að ógna ríkjandi viðhorfi ellegar vitundarleysi, t.d. varðandi málefni innflytjenda, því miður fyrir þá hina sömu. Lýðræðisleg niðurstaða fæst á endanum í kjörklefanum. kveðja. gmaria.

Re: Flokkur framfarasinna og forverar hans

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 3 mánuðum
“ Þessi lög eyða ” segir þú peace. Þú ert að tala um einhver lög í þínu máli sem ekki eru í gildi á Íslandi sem betur fer, því fátt er það sem þjóðin eyðir meira í en allra handa kostnað til handa lögfræðingum sem maka krókinn á deilum um hvaðeina er nöfnum tjáir að nefna um að sem sem toga má og teygja fyrir framan dómsstóla, og þeir hinir sömu hafa jafnvel í sumum tilvikum átt þátt í að semja, því atvinna þarf að vera fyrir hendi. Ég hefi annars aldrei fyrr séð þá röksemd að einhver lög...

Re: Flokkur framfarasinna og forverar hans

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Það er gott að vita peace að ég les þína meiningu rétta ( OKKUR en ekki YKKUR ) þótt mér finnist fullyrðingar þínar til dæmis þess efnis að helmingur jafnaðarmanna standi bak við þínar skoðanir óskhyggja miðað við það sem ég hefi fylgst með af hálfu jafnaðarmanna á Íslandi hingað til. Satt best að segja tel ég að þú grafir mjög undan tilraunum til þess að auka sameiningu jafnaðarmanna, varðandi framsettar skoðanir þínar í þessum málum, sem er slæmt því það hamlar nauðsynlegri umræðu, sem...

Re: Flokkur framfarasinna og forverar hans

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Sæll Hjörtur. Þakka viðbótina. Þetta skín nú nokkuð mikið í gegn hér á Íslandi, þótt þeir hinir sömu telji svo ekki vera. Gumað er af réttindum innflytjenda allra handa í útgáfu bæklinga á íslensku til þess að sannfæra Íslendinga, en innflytjendur sem ekki hafa lært íslensku eru fjarri frá vitneskju þessari, hvað þá raunverulegri birtingarmynd hennar, þeim hinum sömu til handa. kveðja. gmaria.

Re: Lýðræðið og fjölmiðlarnir.

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Ég get að mörgu leyti tekið undir þín orð thossi, hins vegar má spyrja, erum við áskrifendur sem á stundum viljum koma okkar sjónarmiðum á framfæri hvers eðlis sem þær kunna að vera, ekki að borga fulla áskrift að blaðinu til þess, m.a. ekki einungis til þess að lesa auglýsingar ? Erum við að taka þátt í samkeppni prentmiðla, t.d. varðandi tilkomu Fréttablaðsins í auglýsingamagni, með lengri bið eftir greinum um þjóðfélagsmál, en borgum samt prentunina á þeim hinum sömu að hluta til með...

Re: Eldriborgarar markhópur framtíðarinnar!!!

í Deiglan fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Þú átt eftir að læra að bera virðingu, þegar því marki er náð, þá munt þú sjá hlutina í öðru ljósi sannaðu til.

Re: Lýðræðið og fjölmiðlarnir.

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Sæll. Dettur helst í hug “ hentihjónabandastefnan eða stefnuleysið ” sem vissulega á sér hinar ótrúlegustu útskýringar á hinum ýmsu stöðum, og hamlar eða orsakar að ég held að vissu leyti málefnalegri umræðu um innflytjendamál á Íslandi þar sem þar eiga karlmenn hlut að máli en hér í gamla daga var það kallað “ ástandið ” þegar konur hér “ lögðu lag sitt ” við erlenda hermenn, er landið var hernumið. Með fullri virðingu fyrir karlmönum almennt held ég samt að þetta eigi hlut að máli. kveðja. gmaria.

Re: Flokkur framfarasinna og forverar hans

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Með öðrum orðum þú ert að segja að Samfylkingin og að skilja má forusta hennar , þ.e. skilgreindir jafnaðarmenn standi að baki þínum málflutningi, sem og að “ þið jafnaðarmenn hafi nú þegar gengið í ESB. ” Síðar segir þú “ Við ( jafnaðarmenn) höfum engan áhuga á að gefa ykkur tækifæri á að taka frá YKKUR fylgið með lyga og fordómaáróðri… ” Átti þetta ekki að vera OKKUR hjá þér en málflutningur þinn er einstaklega stílfærður til þess að ALLIR innflytjendur kjósi “ jafnaðarmenn ” Samfylkinguna...

Re: Persónuvernd og notkun skattpeninga T.R.

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Læknar eru bara menn, ( ekki Guðir ) en þeir hinir sömu hafa ALLIR undirgengist ákveðin siðalögmál, sem m.a. annars innihalda það atriði að “ þeir hinir sömu megi ekki láta hagnaðarhvöt ráða ferð ”. Það er eðlilegt að þeir hinir sömu óski eftir launum í samræmi við menntun og álag, hins vegar er það þeim til lítils sóma hve hatrammir þeir hinir sömu kunna að vera í kjarabaráttunni þar sem sjúklingurinn er notaður á stundum sem beita á færið, oftar en ekki á afar óljósum forsendum með tilliti...

Re: Lýðræðið og fjölmiðlarnir.

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Sæll aftur. Þetta er kanski “ handvirkt lýðræði ” sem blaðið hefur nokkur orð um í dag, í forystugrein. Ég held að það sér alveg komin tími til þess að veita fjölmiðlum aðhald, en sjálf hefi ég hingað til sýnt þeim hinum sömu nokkuð mikla hógværð, varðandi það að kvarta yfir tímalengd greinabirtinga, hins vegar finnst mér það sérstakt verð ég að segja ef slíkt og þvílíkt sem þú fékkst að heyra er fyrir hendi sem útskýring. Ég er nefnilega ekki tilbúin til þess að samþykkkja það að maðurinn...

Re: Persónuvernd og notkun skattpeninga T.R.

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Kæri Ingólfur. Upphafleg gerð frumvarpsins inniheldur þetta orðalag, hana er ég með fyrir framan mig sökum þess að samtök þau er ég starfa í hafa gefið umsögn til handa Alþingi varðandi frumvarp þetta. Þannig að engin breyting hefur þar verið gerð en málflutningur manna er oft og iðulega loðin því miður, þótt um annars háttvirta speikinga kunni að vera að ræða. Ég er ósammála þér varðandi það atriði að ekki eigi að leggja faglegt endurmat á greiðsluþáttöku hins opinbera í læknisverkum. Ég...

Re: Merkinu verður vart breytt úr þessu

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Í öllum bænum ekki fara að breyta merkinu, það er alveg frábært, því, það dugar ekkert minna en örn til þess að fljúga nú um stundir. kveðja. gmaria.

Re: Flokkur framfarasinna og forverar hans

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Alveg hreint frábær hugmynd hjá þér bar, fyrir peace for all ( “some”). Skrifa sjálfum sér þar til niðurstaða fæst.

Re: konur og réttindi þeirra í mið austurlöndum

í Deiglan fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Kæri doctor. Fréttir ljóðsvakamiðils á föstudaginn síðasta að mig minnir, Ríkissjónvarpið. kveðja. gmaria.

Re: Eldriborgarar markhópur framtíðarinnar!!!

í Deiglan fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Kurteislegra orðalag hefði ekki skaðað þig neitt.

Re: Lýðræðið og fjölmiðlarnir.

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Sæll. Veistu það að ég er alveg hreint stórundrandi. Mér dettur nú allt í einu í hug , sá ég ekki grein eftir Paul Watson í aðsendum greinum í Mogganum um daginn ? Er hann ekki enn eftirlýstur fyrir að sökkva hvalveiðibátunum ? Er allt í lagi að hann tjái sig ? Maður fer nú að hætta að botna í hlutunum. kveðja. gmaria.

Re: Persónuvernd og notkun skattpeninga T.R.

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Kæra Konny. Læknar Tryggingastofnunar eru ekki Pétur eða ´Páll heldur hluti af sama kerfi og læknirinn sem þú leitar til. Ef þú leitar til dæmis til sérfræðings þá verður sérfræðingurinn lögum samkvæmt að senda skýrslur um þig til þíns heimilislæknis eins og þú kanski veist. Allir læknar undirganga langa siðfræðimenntun. kveðja. gmaria.

Re: Persónuvernd og notkun skattpeninga T.R.

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Kæri Ingólfur. Tryggingastofnun hefur til lengri og skemmri tíma haft lækna í störfum við það að meta hvert sérfræðisvið fyrir sig frá augum til hæla og tönnum til beina. Einungis læknar, innan TR hafa með sjúkraskýrslur að gera og eftir mat á þeim gögnum læknisfræðilega, kemur niðurstaða um greiðsluþáttöku í viðkomandi læknismeðferð eða ekki, þar sem aðrir starfsmenn taka við ef um, greiðslur er að ræða. Orðrétt segir í frumvarpinu 8 gr.um þetta. “ Upplýsingar úr sjúkraskrám skulu einungis...

Re: Persónuvernd og notkun skattpeninga T.R.

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Kæri hallurha. Einn fyrrverandi heilbrigðisráðherra talaði um kerfið sem “ opin krana ” í fjárútstreymi. Sá hinn sami ætlaði að taka í notkun tilvísanakerfi þar sem sjúklingur þyrfti að fá ávísun hjá heimilislækni á áframhaldandi sérfræðiþjónustu. Allt varð vitlaust í stétt sérfræðilækna sem m.a. stóðu fyrir greinaskrifaherðferð í dagblöðum til þess að mótmæla þessum breytingum. Hætt var við breytingarnar, og allt féll í ljúfa löð, og sjúklingar gátu haldið áfram að leita að vild á...

Re: Lýðræðið og fjölmiðlarnir.

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Sæll. Hvað segirðu !! Birtir blaðið ekki greinar vegna hótana utan úr bæ ? Ég hélt að maður myndi heyra það sem frétt ef einhver væri að hóta slíku !! Afar fróðlegt. Ég er sammála þér með það að ÍU, Bylgjan og Stöð 2 standa sig vel, við það atriði að koma á framfæri lýðræðislegum sjónarmiðum borgaranna. Kveðja. gmaria.

Re: Ólýðræðislegar aðfarir gegn mér

í Deiglan fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Það er það sem þér finnst kæri vinur. kveðja. gmaria.

Re: Um manninn.

í Heimspeki fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Stórgóðar vangaveltur. Ég hefi oft leitt hugann að því hverju ég kunni að hafa tapað á því að ganga ekki menntaveginn, þ.e að mér finnst að hluta til einskorðast í kenningafræði er að vissu leyti virðist drekkja mannlegri skynsemi á stundum, svo mjög að fólk einangrast í heimi fræðanna að virðist á stundum frá þeim veruleika sem við er að fást dags daglega. Stundum finnst mér faglegir postular á hinum frómustu sviðum hafa tapað sýn á almenna mannlega skynsemi í rökhyggjufrumskógi...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok