Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

gmaria
gmaria Notandi frá fornöld 1.684 stig

Re: Sömu laun fyrir sömu vinnu

í Stjórnmál fyrir 23 árum
Sæll Vignir. Það væri ákjósanlegt ef viðkomandi í þessu tilviki þú sæir þér fært að klára að koma þínum sjónarmiðum á framfæri í þeim umræðum sem um ræðir hverju sinni, í stað þess að blanda saman umræðum af sitt hvoru taginu, sínkt og heilagt, þar sem í þessu tilviki skoðanir þínar fara ekki saman við mínar, sums staðar eins og gerist og gengur. Ég var hér að taka þátt í umræðu um vinnusiðferði, sömu laun fyrir sömu vinnu, til handa þeim er á vinnumarkaði starfa í þessu tilviki...

Re: Össur

í Stjórnmál fyrir 23 árum
Yeboah. Ég er sammála þér varðandi það að tilraunir Samfylkingar hafa ekki tekist með tilheyrandi foringjakreppu og miðjumoði útþynntra stefnumiða alls konar. Þetta mál Össurar hins vegar á eftir að draga dilk á eftir sér á þann veg að Guðadýrkun á markaðsöflunum verður ekki alveg söm eftir, sem er í sjálfu sér ágætt, því hér þarf til dæmis að skoða hagsmunatengsl hlutabréfaeignar, hvers konar í voru fámennissamfélagi þar sem tilhneigingin til þess að bera sig saman við milljónamarkaði hefur...

Re: Fitukirtlar

í Heilsa fyrir 23 árum
Sæll Neggi. Ha síðan hvenær borgar sjúkrasamlagið lýtalækni fyrir læknisverk sem þetta ? Hélt þetta nefnilega flokkast undir fegrunaraðgerðir sem mér best vitanlega hafa nú verið teknar út úr almannatryggingakerfinu. kv. gmaria.

Re: Þarf að stofna neytendasamtök skattgreiðenda ?

í Stjórnmál fyrir 23 árum
Titta. Ef sykur yrði skattlagður segjum 50 kr. per kíló sem rynni séreyrnamerkt í heilbrigðiskerfið, þá myndu allar framleiðsluvörur með sykri hækka eitthvað í réttu samræmi. Mér er vel kunnugt um það að efnaskiptasjúkdómar er valda offitu ganga í erfðir. Um það er ég ekki að ræða heldur of mikla sykurneyslu er veldur offitu sem aftur veldur sjúkdómum í auknum mæli í hinum vestræna heimi. Ungmenni hafa nú greinst í Bretlandi með sykursýki 2, sem er áunninn sjúkdómur og orsakavaldurinn er...

Re: Sömu laun fyrir sömu vinnu

í Stjórnmál fyrir 23 árum
Sæll Vignir. Viltu ekki vera svo vænn að segja mér hvað þú átt við með “ þeir þurfa nú að borga meiri skatta, er það ekki? ” Hvaða þeir ? kv. gmaria.

Re: Þarf að stofna neytendasamtök skattgreiðenda ?

í Stjórnmál fyrir 23 árum
Sæl Titta. Já ég álít að skattleggja eigi sykur eins og aðra óhollustu er veldur heilbrigðisvandamálum. Ég hef ekki enn heyrt um kartöflur sem krabbamensvald, en einhver rannsókn sem slík kann svo sem að hafa farið framhjá mér. Ég er hér að tala um réttláta gjaldtöku af þegnum í ljósi útgjalda til heilbrigðiþjónustu sem rekin er fyrir skattpeninga. Offita og vandamál því tengt þýðir stórkostlega fjárútgjöld t.d við meðhöndlun alls konar ofálags á líkamann. Bæklunaraðgerðir vegna ónýtra liða,...

Re: Sömu laun fyrir sömu vinnu

í Stjórnmál fyrir 23 árum
Sæll. Hér er um að ræða mjög stórt hagsmunamál er lýtur að vinnusiðferði almennt. Því miður lít ég svo á að verkalýðsfélögin í landinu beri hér nokkra ábyrgð, þar sem það hefur verið vitað mál að vinnuveitendur hafa iðkað þá aðferðafræði að ráða til sín fólk sem tekur laun á lágmarkstöxtum, þ.e. mjög ungt fólk, eða aðra sem ekki hafa til að bera starfsreynslu á vinnumarkaði svo sem innflytjendur, sem margir hverjir hafa ef til vill ekki fengið nægilega upplýsingu um kjaramál og samninga á...

Re: Vex

í Stjórnmál fyrir 23 árum
Kæri vinur. Ég stend utan flokka og gagnrýni eða hrósa þeim hinum sömu eftir efnum og ástæðum hverju sinni. Ef mér finnst allir ómögulegir þá þarf að beita sér fyrir því að búa til nýjan flokk, ef svo ber undir. Í því felst lýðræðið. kveðja. gmaria.

Re: Össur

í Stjórnmál fyrir 23 árum
Sæll confused. Má til með að benda á að Davíð og Össur voru sammála um það að fákeppni á matvörumarkaði þyrfti að setja skorður, í umræðu inni á þingi. Ég held að þetta reiðibréf Össurar, hafi kanski hreinsað loftið. kveðja. gmaria.

Re: Össur

í Stjórnmál fyrir 23 árum
Sæll jubii. Satt best að segja á Össur nokkra samúð mína ( aldrei þessu vant ) í þessu máli, þ.e.a.s. EF bróður hans hefur verið sagt upp samningum sökum þess að Össur viðraði þær skoðanir sínar á þingi að setja yrði skorður við eignaraðild fyrirtækja á matvörumarkaði, en þess má geta að þar fóru skoðanir forsætisráðherra og hans saman í þessu efni. Ef hins vegar eitthvað hefur verið athugavert við þjónustu þá sem fyrirtæki bróður hans veitti Baugsmönnum þá horfir málið öðruvísi við. Sú...

Re: Þarf að stofna neytendasamtök skattgreiðenda ?

í Stjórnmál fyrir 23 árum
Sammála þér droopy. Skattlagning í ljósi heilbrigðismarkmiða í þessu sambandi skyldi eðli máls samkvæmt vera jöfn, en að vissu leyti má segja að grænmetisætur og tóbaksneytendur hafi setið við sama borð um tíma hvað varðar verð á vöru eins hlægilegt og það nú er. ( álíka hollusta !!!!! ) kveðja. gmaria.

Re: Þarf að stofna neytendasamtök skattgreiðenda ?

í Stjórnmál fyrir 23 árum
Tóbak er óhollt og veldur sjúkdómum, það veit hver heilvita maður. Hvað varðar skattlagningu hins vegar er þar á ferð nú um stundir að þeir er þess neita hafa greitt fyrirfram þjónustu við sig nokkuð fram í tímann hvað varðar hlutfall skattgreiðslna í heilbrigðiskerfið en þannig má segja að þeir hinir sömu sjái nú um að greiða fyrir sjúkdóma af öðru tagi s.s. offitu og alkóhólisma, en hvorki sykur né áfengi eru skattlögð til jafns við tóbak, enn sem komið er. Neytendasamtökin eiga að vera...

Re: Sérhagsmunir og samvitund.

í Stjórnmál fyrir 23 árum
Fá þeir meira til baka segirðu ? Nokkuð fróðlegt finnst mér ! Menn eru “hættir að róa ” segir þú og þess vegna er ekki þörf á fiskiplássum út um allt. Enn fróðlegra ! Samþjöppun er lausnin segír þú, sama hve stórt viðfangsefnið er. Sem sagt að fólki SKAL þjappað saman eða hvað ? kv. gmaria.

Re: Einkavæðing heilbrigðiskerfisins.

í Stjórnmál fyrir 23 árum
Sæll Ihg. Sjúkdómatryggingar tryggingafélaganna eru til þess ætlaðar að taka við fjárhagslegum skuldbindingum, hins vegar er hér eins og víðast hvar á ferð ein markaðsaðferðin sem annars staðar, í tryggingasölu, því smáa letrið þarf að lesa í tryggingum þessum þar sem áhættuþættir allra handa kunna að lágmarka að vissu leyti þau útgjöld er tryggingafélagið eða banki þarf nauðsynlega að inna af hendi. Sjúkrakostnaður kemur mér best vitanlega ekki nokkurn veginn inn í þessar tryggingar. kveðja. gmaria.

Re: Palestína, Ísrael og þú.

í Stjórnmál fyrir 23 árum
´Kæri peace4all. Arabar verða aldrei “ reknir ” þaðan burt fremur en þú héðan af huga með þínar skoðanir. Slíkar hugmyndir þýða meiri fórn mannslífa en orðið er og nóg er komið svo mikið er víst. Þótt gyðingar telji sig eiga tilkall til fyrirheitna landsins koma til síðari tíma samkomulög sem og deilur og erjur með yfirtöku landssvæða, og ég tel að mun meira sé í raun að finna í trúarbókinni sjálfri, þess eðlis að sætta beri deilur en eyða mannslífum. ss. “ Betri er einn skammtur kálmetis...

Re: Innherjar B.Í. stikkfrí? ULLABJAKK!

í Deiglan fyrir 23 árum
Þetta er alveg hárrétt hjá þér Guðadýrkun fjölmiðlamanna á hlutbréfamarkaðnum er enn sem komið er ástæða þess að til dæmis hefur ekki tekist að athuga fjárfestingar lífeyrissjóðanna í íslenskum sjávarútvegi, sem telja verður sem ríkisstyrk í raun, og fjölda annarra aðila sem eiga hlut í þessu og hinu þeim hinum sömu til hagnaðar, þarfnast skoðunar við svo mikið er víst. Ég lít svo á að ríkisbankar ættu ekki að fá að stunda hlutabréfaviðskipti, nokkurs konar. kveðja. gmaria.

Re: Tælendingurinn í landinu.

í Deiglan fyrir 23 árum
Sæll loddi. Nokkuð góð spurning hjá þér. Hvað ef við Íslendingar myndum allt í einu upplifa það að innflytjendur frá Asíu hingað komnir myndu telja sig eiga tilkall til þess að mynda ákveðið ríki á ákveðnu landssvæði, innan okkar ríkis þar sem þeir hinir sömu myndu tileinka sér menningu úr sínu samfélagi, hvort sem slíkt kynni að ganga á skjón við okkar eða ekki ? kveðja. gmaria.

Re: Palestína, Ísrael og þú.

í Stjórnmál fyrir 23 árum
Kæri peace4all. Hvaða skoðun hefur þú á tillögu til friðarumleitana sem fram er komin af hálfu Saudi Araba varðandi skipan mála ? kv. gmaria.

Re: Stefnumálin í komandi kosningum

í Stjórnmál fyrir 23 árum
Kæri Dbd. Lóðaskortur ásamt ónógum fjölda félagslegra leiguíbúða hefur valdið uppsprengdu verði á fasteignamarkaði, þar sem þeir er hafa viljað stækka við sig og byggja hafa ekki getað fengið lóðir til þess arna heldur fært sig yfir í önnur sveitarfélög og borgin því ekki fengið tekjur af slíku. Sökum mikillar og stöðugrar eftirspurnar eftir leiguhúsnæði hafa leigusalar haft nær sjálfdæmi um uppsett verð. FYRST nú fyrir skömmu síðan, hafa borgaryfirvöld ákveðið að ráðast í byggingu...

Re: Vex

í Stjórnmál fyrir 23 árum
Sæll krizzi. Valdið er vandmeðfarið og því miður virðist að æði margir hafi blindast af hinni sterku “ góðærissól ” sem sagt var að skini svo skært á landsmenn alla. Ég hygg að aðeins hluti landsmanna hafi tekið lit af þeirri hinni sömu sól meðan aðrir hafa baðað sig í sólinni. kveðja. gmaria.

Re: Sérhagsmunir og samvitund.

í Stjórnmál fyrir 23 árum
Kæri 1-2. Allir landsmenn greiða sömu tekjuskattsprósentu, hvar sem þeir búa. Sama er að segja um eignaskatt og aðrar álögur í formi skatta. Hver einstaklingur hefur ekki lengur “ frjálst val” um það hvar hann vill búa eins og þú segir, heldur er það einfaldlega þannig að fólkið eltir atvinnu til lifibrauðs, eðli máls samkvæmt og atvinnumöguleikar í kvótakerfum atvinnuveganna til nýlíðunar eru nær lokaðir en sjávarútvegur og landbúnaður hefur verið meginuppistaða í atvinnu á landsbyggðinni....

Re: Vex

í Stjórnmál fyrir 23 árum
Sæll haukurst. Ég er sammála því að hvers konar “ spilling ” kemur frekar upp á yfirborðið nú en áður, sem aftur segir hve mikilvægu hlutverki fjölmiðlar gegna í því sambandi. kveðja. gmaria.

Re: Sérhagsmunir og samvitund.

í Stjórnmál fyrir 23 árum
Kæri 1-2. Meðan sunnanmenn hafa aðgengi að heilbrigðisþjónstu á heimsmælikvarða þurfa landsbyggðaramenn að niðurgreiða þá þjónustu með því að láta sér líka vel að nota grunnþjónstu við sitt heilbrigði er kosta sérstaklega með ferðum aðgengi að heimsmælikvarðaþjónustunni. Byggðastefna er orð ekkert annað, því núverandi kvötakerfi sjávarútvegs og landbúnaðar er fabrikkuframleiðsla á hvorn veginn sem er, og í upphafi var vitlaust gefið sem enn hefur ekki verið leiðrétt. Fiskimiðin eru eign...

Re: Einkavæðing heilbrigðiskerfisins.

í Stjórnmál fyrir 23 árum
Kæri namo. Þótt þess finnist talsmenn innan stjórnarflokkana að einkavæða heilbrigðiskerfið, þá held ég að þar sé um að ræða hugmyndir einstakra stjórnmálamanna og langt í frá að einhver sérstök vinna til allsherjar einkavæðingar sé hafin. Hins vegar er gjaldtaka í kerfinu óhófleg á ákveðnum sviðum, sem aldrei fyrr en í því sambandi má nefna að hið opinbera hefur samið um laun langt umfram samninga á almennum vinnumarkaði, við ákveðnar heilbrigðisstéttir. Heilbrigðiskerfið á Íslandi hefur...

Re: Hjálp RÁN!!!!

í Deiglan fyrir 23 árum
Sæll. Þú ert án efa ekki einn um slíkt, “ bankarán ” enda skila bankarnir ágætum hagnaði af slíku athæfi sem þú nefnir og virðist heimilt lögum samkvæmt. Sennilega eru tekjur banka nokkuð drjúgar af slíkum ráðstöfunum og fróðlegt væri að vita hve mikið hlutfall vanskilakostnaður ER í innkomu fjármálastofnana almennt. Ég gæti vel trúað að þar væri um einhverja upphæð að ræða. kveðja. gmaria.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok