Sæl Konny. Ég trúi því vel að föðurbróður þínum þyki nóg um auknar kröfur, s.s vélvæðingu til að afla fóðurs, áburðarkaup, kostnað við eftirlit allra handa skýrslugerð og virðisaukaskattsskil. Allt þetta sem kallað hefur verið gæðastýring hefur mér best vitanlega ekki skilað bóndanum verkamannalaunum fyrir sína vinnu, þrátt fyrir stækkun búa, né heldur neytendum lægra verði, því er ver og miður. Ég er ósammála þér varðandi það að lífræn ræktun borgi sig ekki. Ákveðin svæði landins eru betur...