Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

gmaria
gmaria Notandi frá fornöld 1.684 stig

Re: Mannkyn grætur.

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 11 mánuðum
thulesol. Hvað segirðu, hverju var ég að gleyma ? Ég hef aðeins verið að ræða ástand mála undanfarna daga þar sem aukinn harka í formi vopnavalds af hálfu Ísraelsmanna hefur vakið ótta um víða veröld. Í áratugi hafa frásagnir af mannvígum dembst yfir okkur, af þessu svæði, þar sem annað hvort Ísralelsmenn eða Palestínumenn hafa fallið, og maður jafnan fordæmt þann sem á í hlut hverju sinni. Hér er því ekki verið að reyna að gera annan málsaðila heilagan, í því sambandi. Yfirburðir...

Re: Bónusveldið

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Kæri gummi. Ég hef oft rætt um það að hagfræði nútímans sé hagfræði sem ekki kann að tala, hagfræði sem ekki tekur mið af öðru en háum krónutölulegum upphæðum per framleiðslueiningu, burtséð frá því hvað þessi háa krónutala kann að vera mikill tollur af framtíðinni sem og þróun sem með raun réttu væri efnahagslega hagkvæmari með hagfræði sem kann að tala. Skjótfenginn gróði er talinn til hagkvæmni en HVAÐ ef til dæmis aðferðafræðin við að afla hins skjótfegna gróða myndi útrýma...

Re: Mannkyn grætur.

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Þakka biggioli. Það væri án efa ögn auðveldara ef aðeins Arafat og Sharon ættu í deilum, og saklausir borgarar ættu ekki á hættu að týna lífi sínu. kv. gmaria.

Re: Mannkyn grætur.

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Já Gulbert. Arafat gerir afar lítið rafmagns og vatnslaus innilokaður í stofufangelsi og að öllum líkindum ekki meðal vor miðað við það sem frásagnir herma að hann væri ekki á lífi nema vegna mótmælenda er umkringt hafa verustað hans. Get ekki alveg séð hvernig Palestínumenn væru þess umkomnir að koma Sharon í sömu stöðu . kv. gmaria.

Re: Mannkyn grætur.

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Takk. kv. gmaria.

Re: Mannkyn grætur.

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Nuff. Já maður grætur yfir mannfalli saklausra borgara sem týna lífi í stríðsátökum, hverjir sem þeir eru og hvar sem þeir búa. Það er hörmung ( terror). kv. gmaria.

Re: Mannkyn grætur.

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Fairy. Sagnfræðirit framtíðarinnar munu án efa innihalda þá stefnubreytingu sem til varð við tilkomu Sharons við stjórnvölinn Ísrael, þar sem flestum er ljóst að sá hinn sami er herskár, og lítt til samninga um eitt eða neitt. Ég hlýddi á útvarp í dag þar sem læknir í Palestínu í símaviðtali lýsti ástandi á átakasvæðunum, þar sem læknar og hjúkrunarfólk höfðu m.a. verið tekin í gíslingu, og meinaður aðgangur að aðhlynningu særðra, en áður hefur komið fram að sjúkraflutningamönnum hefur verið...

Re: Mannkyn grætur.

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 11 mánuðum
KashGarinn. Þótt Evrópa hafi aldrei þurft að sinna löggæslustörfum þá er einu sinni allt fyrst, og samstarf þjóða innbyrðis í Evrópubandalagi, lýtur einnig að utanríkismálum, sem mannréttindamálum almennt, þannig að þetta bandalag ætti að mínum dómi að geta haft einhver áhrif, sem bandalag þjóðríkja. Um leið og Bush áttar sig á því að í Mið-Austurlöndum er nú á ferð “ terror ” en ekki “ terrorism ” kann stefna hans að taka einhverjum stakkaskiptum, en Bandaríkjamenn hafa nú eytt það miklum...

Re: Vopnaleit í íslenzku innanlandsflugi

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ég segi sama ha ha ha… alveg hreint fáránlegt ! Án ef yrði gert upptækt mikið magn af leikfangabyssum úr plasti sem vissulega má telja sem hluta af byssueign landsmanna sennilega nokkur hundruð tonn. kv. gmaria.

Re: Bónusveldið

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 11 mánuðum
gummi. “ Eins og í íþróttum og öllum viðskiptum þá sigri sá hæfasti ” Íþróttir undanfarin misseri hafa einkennst af svindli íþróttamanna m.a. með lyfjanotkun til þess að auka afköst, þannig að sá hæfasti var ef til vill “ ekki sá hæfasti” svo kann að vera að sama kunni að vera á ferð varðandi matvælamarkaðinn ekki hvað síst hvað varðar gæði afurða sem okkur neytendum er boðið. Einokunarstefna Baugs hefur miðast við það að kaupa vörur af framleiðendum undir framleiðsluverði, sem aftur segir...

Re: Bónusveldið

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 11 mánuðum
gummi. Þessar aðgerðir eru að mínu viti með öllu siðlausar og ef “ harður heimur ” matvörumarkaðar ( vantar bara handrukkara í viðbót )inniheldur slíkt viðskiptasiðferði þá þarfnast íslenskt viðskiptasiðferði verulegrar endurskoðunar við. kv. gmaria.

Re: Bónusveldið

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Sæll gummi. Þú ert að læra viðskiptafræði, því vil ég endilega skora á þig að kynna þér hina hlið mála, þ.e. hlið bóndans og hans aðstöðu til sölu á frjálsum markaði. Jafnframt þarf að skoða í víðu samhengi það óhefta markaðsumhverfi sem leitt hefur til þess að ein verslunarkeðja skuli geta ráðið yfir 60% matvörumarkaðar, sem verður að skrifast sem klaufaskapur í lagasetningu í hinu sama markaðsumhverfi. Jafnframt þarf að skoða samruna fjárfesta á hlutabréfamarkaði dæmi Orca hópurinn, þar...

Re: Fordómar Gagnvart öllu!!

í Deiglan fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Sæll thossi. Það getur vel verið, að það sé alveg rétt hjá þér. kv. gmaria.

Re: Hugsanleg Efnahagsstyrjöld milli EU og BNA

í Deiglan fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Mér kæmi ekki á óvart að þessar þínar vangaveltur séu það sem við kunnum að koma til með að meðtaka í formi frétta á næstu misserum og kann að vera afleiðing af mismunandi áherslum þjóðarleiðtoga um aðferðafræði við að framfylgja t.d. hernaðarstefnu allra handa, sem kostar mikið. kv. gmaria

Re: Má ég halda með íslenska landsliðinu í handbolta?

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Innilega sammála þér GlingGlo. kv. gmaria.

Re: Bónusveldið

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Augnablik gummi3849. Sé ég það rétt að þú sért að verja þessa aðferðafræði ? Ég er undrandi ! Ef þú vinnur við þetta hjá Bónus, þá er þín afstaða hér kanski skiljanleg en… snilld er ÞETTA ekki, heldur eitthvað allt annað. Er það snilld að “ arðræna ” bændur og gera að fátækustu stétt landsins í krafti einokurnar, ? Snilld er hægt að skoða í ljósi sögunnar, með tilliti til allra þátta, öðru vísi ekki. kv. gmaria.

Re: Lækkanir

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Því miður hefur almenningur í landinu mátt greiða virðisaukaskatt af vöru og þjónustu í réttu hlutfalli við upphæð, sem verðsett hefur verið í toppi fram til þessa, ásamt því að þurfa að una því að hvorki tekju eða eignaskattsprósenta hafi svo mikið sem hnikast til svo nokkru nemi. Þessu til viðbótar greiðir hinn almenni launamaður þjónustugjöld allra handa ( með virðisuakaskatti ) til hins opinbera. Á sama tíma greiðir aðalatvinnuvegurinn ekki krónu í tekjuskatt ár eftir ár, þrátt fyrir...

Re: Vopnaleit í íslenzku innanlandsflugi

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Sæll. Það er ekki öll “ vitleysan ” eins heldur aðeins mismunandi. Það væri nú líklegt að við Íslendingar færum að ræna þessum fáu litlu rellum sem fljúga á milli staða hér innanlands, með hinum ótal mörgu byssum sem við eigum ! Þetta með málningarvesenið er eitthvað það fáránlegasta sem framkvæmt hefur verið vegna Evrópusamstarfs. Það þurfti nefnilega ekki aðeins að setja hvíta málningu á miðju allra akvega heldur einnig að mála grjót beggja vegna við alla útafkeyrsluvegi á hringveginum,...

Re: Bónusveldið

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Sæll biggioli. Afskaplega fróðlegar upplýsingar um vægast sagt einkennilega viðskiptahætti, frá mínum sjónarhóli séð, upplýsingar sem ég tel vera verðugt verkefni fjölmiðla að skoða. Mér kæmi mjög á óvart ef finna má einhvers staðar einhverjar lagaheimildir til þess arna. Það er langt í frá að slíkir viðskiptahættir geti talist eðlilegir, og með ólíkindum satt best að segja að söluaðilar sætti sig við slíkt þegjandi og hljóðalaust. Mér dettur nú í hug að með sama móti gæti ég...

Re: Fordómar Gagnvart öllu!!

í Deiglan fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Sæll thossi. Forskeytið for þýðir ekki það sama, eins og þú segir. Ég held að þetta for í fordæma sé af sama meiði og for í forboðið, og komið að ég held úr dönsku því ég ég ólst upp við að heyra eldra fólk tala um að forakta,= sneiða hjá viðkomandi. Það mætti nú sjálfsagt laga eitthvað ennþá í okkar blessaða máli. kv. gmaria.

Re: Útlendingar í Danmörku undirriti búsetuskilyrði

í Deiglan fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Góð grein ritter. Ég vona svo sannarlega að Íslendingar haldi áfram að horfa til nágranna okkar Dana varðandi það sem þeir eru nú að gera sem ég tel er löngu tímabært til þess að koma í veg fyrir svo ótal mörg atriði sem stefnuleysi í málefnum innflytjenda, hefur nú þegar orsakað, og bitnað hefur á þeim hinum sömu. meira og minna í þeim þjóðfélögum sem þeir hafa flust til, án þess að fá svo mikið sem upplýsingar um eitt eða neitt af reglufargani þess þjóðfélags sem flutt var í, vegna...

Re: Fordómar Gagnvart öllu!!

í Deiglan fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Sæll thossi. Enskan er okkur oft ágæt til skoðunar, eins og þú nefnir en varðandi “ prejudice ” og “ condemn ” lít ég svo á það síðarnefnda þýði að DÆMA. Það er nefnilega eitt að fordæma að annað að dæma, með orðum. “ mér finnst þessi eða hinn svona og svona…. = fordómar. ” ( tilfinning, ef til vill byggð á skorti á þekkingu ) "ÞESSI ER SVONA EÐA HINSEGIN……., = dómar. ( fullyrðing, ef til vill fleygt fram án þess að eiga stoð í raunveruleika. ) kveðja. gmaria.

Re: Bókhald flokkana

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Góð grein jonr. Alveg hreint stórnauðsynleg umræða. Að sjálfsögðu eiga stjórnmálaflokkar hér í okkar fámenna landi að opna bókhald sitt, allir sem einn. kveðja. gmaria.

Re: Lækkun engin.

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Tekjuskattsprósentan hefur ekki lækkað svo hægt sé að tala um. Gjaldtaka Reykjavíkurborgar á kjörtímabilinu síðasta hefur verið í toppi á öllum sviðum. kv. gmaria.

Re: Hvaða flokkur lofaði að lækka skatta ?

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Sæl/l danna. Það er alltaf jafn skemmtilegt að fara að minnast á kosningalofðorðin þegar fer að líða að kosningum, og reyndar alltaf jafn skemmtilegt að heyra hinar ýmsu röksemdir þar að lútandi sem taka á sig hinar ýmsu myndir eins og þú nefnir. kv. gmaria.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok