Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

gmaria
gmaria Notandi frá fornöld 1.684 stig

Re: Hatur er ekki til í mínum huga.

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Sæll. Vissulega getur það verið all afstætt hvar mörk öfga liggja, og hver skilgreining á slíku kann að vera. kveðja. gmaria.

Re: Enn um Ingibjörgu Sólrúnu

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 2 mánuðum
midgarður. Að lokum, Þáttaka stjórnmálamanna byggist á því að eiga traust kjósenda. Þetta traust verður ekki sett í poka og ferjað frá þremur flokkum í borgarstjórn til eins í landsmálum, jafnvel þótt þar sé á ferð “ sterkur ” leiðtogi. kv. gmaria.

Re: Enn um Ingibjörgu Sólrúnu

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 2 mánuðum
deus. Það var borgarstjóri sem nefndi mannréttindabrot í þessu sambandi, þannig að dramatíkin er ekki af minni hálfu. Ég get hins vegar ekki skilið hvers vegna viðbrögð samstarfsflokkanna komu borgarstjóranum á óvart, né heldur það atriði að sú hin sama skyldi ekki heldur velja að starfa áfram sem borgarstjóri, óg biðja samstarfsflokkanna og kjósendur afsökunar á þessu frumhlaupi sínu. kv. gmaria.

Re: Enn um Ingibjörgu Sólrúnu

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Tahara. Það hefðu engar breytingar átt sér stað ef þetta samstarf R-lista hefði ekki komið við sögu. Allir landsmenn eiga að hafa jafnan rétt til aðgangs í sérfræðiþjónustu. Svo er ekki, þar sem þeir er ekki búa í höfðuðborginni þurfa að borga mismun þess að komast þangað. kv. gmaria.

Re: Enn um Ingibjörgu Sólrúnu

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 2 mánuðum
midgardur. Þig skiptir engu siðferði í þessu sambandi með öðrum orðum þó finnst vottur af viðurkenningu í þínu máli þess efnis að “ hugsanlega hefði atburðarás verið með öðrum hætti ef formaður samfylkingar hefði ekki kynnt málið með þeim hætti sem raun bar vitni ” Auðvitað var þar um að ræða fíflahátt hreinan og beinan sem kom borgarstjóra í þá aðstöðu sem sá hinn sami gat eðlilega ekki unnið úr. Ég held að Halldór hafi ekki farið á neinni taug þótt fréttaflutningur af málinu hafi beint...

Re: Farsæl lausn á öllum vandamálum Þjóðarinnar!!

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Wise. Við skulum sjá til hvort menn fari ekki að ráða sínum ráðum fljótlega. kv. gmaria.

Re: Enn um Ingibjörgu Sólrúnu

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 2 mánuðum
deus. Ég sé að þú hefur sleppt því að svara mér aftur, kanski ekki haft tíma til eins og vill verða. Ég óska þér árs og friðar með von um trúverðugan málflutning á næsta ári. kv. gmaria.

Re: Stjórnmálaleg siðferðisvitund.

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 2 mánuðum
falcon1. Þú segir það málinu óviðkomandi hvort viðkomandi leiðtogi hafi verið fulltrúi eins flokks eða þriggja. Þetta er alrangt. Ef viðkomandi hefði ekki tilkynnt einhliða ákvörðun sem fulltrúi þriggja hefði sá hinn sami ef til vill setið áfram sem kosinn borgarstjóri. Hvað varðar ákvörðun þess er sat fyrir einn flokk var ekki um að ræða nokkur mótmæli enda flokkurinn sammála. kv. gmaria.

Re: Farsæl lausn á öllum vandamálum Þjóðarinnar!!

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Wise. Flokkshagsmunir og aftur flokkshagsmunir ráða vissulega ferð, hins vegar GETA núverandi kosnir leiðtogar breytt þessu kerfi undir formerkjum umhverfisverndunarsjónarmiða eingöngu, án málssóknar af hálfu útgerðar, vegna þess hins arna þar sem fyrir liggja nægilegar vísindalegar upplýsingar um þróun mála hjá þjóðum heims þessa efnis, hvað varðar global economy, í sjálfbærri þróun við nýtingu auðlinda en einnig er skýrsla sú er auðlindanefndin íslenska skilaði frá sér eitthvað sem ekki...

Re: Enn um Ingibjörgu Sólrúnu

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 2 mánuðum
miðgardur. Það hentar þér kanski ekki að einhverjir tuði áfram á grundvelli almennrar mannlegar skynsemi, það sem spurt er um siðvit ákvarðana. Siðbótar er þörf sagði einn stjórnmálamaður á sínum tíma í eldhúsdagsumræðu á þingi, hann er nú forseti landsins. Eigum við að ala börnin okkar upp við það þegjandi og hljóðalaust að stjórnmálamenn jafnvel leiðtogar segi EITT í DAG og annað á morgun, og gangi á bak orða sinna sem kosnir fulltrúar til ákveðinna verka og vanvirði samstarfsaðila í nota...

Re: Enn um Ingibjörgu Sólrúnu

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Tahara. Án þáttöku allra hefði prósentulega ekki verið mögulegt að fella sjálfstæðismenn. Ég minni enn og aftur á framsóknarráðherra í heilbrigðisráðuneyti sem hefur jú gert borgarbúum kleift að ganga beint í sérfræðiþjónustu sérfræðinga sem EKKI er til að dreifa úti á landi, þar sem útgjöld hafa vaxið ótrúlega undanfarið. R-listinn hefur ekki mótmælt þessu fyrirkomulagi mér best vitanlega þótt óhagkvæmt sé þjóðhagslega, né heldur gert miklar tilraunir til þess að byggja upp...

Re: Skemmdarverk og flugeldar.

í Deiglan fyrir 22 árum, 2 mánuðum
octavo. Hvað segirðu ! Var virkilega gefið leyfi í lögum þess efnis að púðra þessu drasli upp allan þennan tíma hér í þéttbýlinu. Var nú ekki hægt að setja ákvæði um að fara þyrfti per kílómeter á autt svæði frá íbúðarhúsnæði. Með ólíkindum ! Satt best að segja þarf maður að ganga um úti með góð heyrnarskjól álíka því sem maður notaði á sumrum á dráttarvélum til þess að forðast gat á hljóðhimnu allan þennan tíma. kv. gmaria.

Re: Enn um Ingibjörgu Sólrúnu

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 2 mánuðum
b52. Mér hefði nú ekki dottið í hug að ég ætti eftir að halda langar varnarræður fyrir framsóknarflokkinn eða vg en mér hefði ekki dottið það í hug að óreyndu hve “ siðblindir ” menn virðast hafa verið í afstöðu sinni gagnvart framkomu formanns samfylkingar sem og borgarstjóra í þessu máli, þar sem ítrekaðir tilraunir eru enn gerðar til þess að snúa atburðarás á hvolf í hugum manna og telja fólki trú um að hvorki Össur né Ingibjörg hafi gengið um í “ nýju fötum keisarans ” . kv. gmaria.

Re: Stjórnmálaleg siðferðisvitund.

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 2 mánuðum
GunniS. Það sem þú bendir á hér er alveg rétt. Ráðstafanir af hálfu Reykjavíkurborgar hafa ekki létt undir með öryrkjum eða eldra fólki, því síhækkandi gjaldtaka alls konar, hefur bitnað illa á þeim hópum. Ég lít einnig svo á að lóðaskortur sá sem var í borginni hafi m.a. orsakað gegndarlausar hækkanir á fasteignum, þar sem hluti fólks lenti í þeirri stöðu að geta hvorki keypt né leigt um tíma. kv. gmaria.

Re: Enn um Ingibjörgu Sólrúnu

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Tahara. Þetta er ekki alveg rétt hjá þér vegna þess að enginn meirihlutamyndun hefði getað átt sér stað án þáttöku vg og framsóknar í borginni, þannig að hver sem fellur út úr þessu bandalagi þýðir það að meirihluti er fallinn, svo naumt er á munum. Ég lít því svo á að Ingibjörg eigi bæði framsókn og vg það að þakka eins og samfylkingu að hún varð borgarstjóri, þvi án þeirra allra hefði það aldrei orðið. Ég er ekki svo viss um það að framsókn beri skarðan hlut frá borði, heldur fremur...

Re: Enn um Ingibjörgu Sólrúnu

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Beerbelly. “ Ég fullyrði algerlega að ég er ekki að fara í þingframboð að ári, það er alveg ljóst ” Þetta er fullyrðing Ingibjargar, sem ég og fleiri hlyddu á. kv. gmaria.

Re: Stjórnmálaleg siðferðisvitund.

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Kjanakall. Þú segir “ Er Ingibjörg eini lygarinn…. ” Augnablik ! Hvað ertu með þessu að segja annað en það að hér hafi verið á ferð blekkingar, eftir allt þitt orðaflóð. Að einhver einn viðhafi blekkingar réttlætir ekki að aðrir geri það, og það að skapa fordæmi fyrir slíku er inntak mínna hugleiðinga hér fyrst og síðast. Nú hefur komið í ljós að borgarstjóri hefur metið það mikilvægara að fara í þingframboð fyrir einn flokk af þremur er hún var kosinn til, heldur en að gegna embætti...

Re: Uppsker borgarstjóri eins og hann sáir ?

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 2 mánuðum
deus. Þú hafðir ekki fyrir því að láta mig vita af þessu svari þínu en það hefur verið nokkuð algengt á stundum undanfarið. Hvoru tveggja traust og trúverðugleiki Samfylkingarinnar sem flokks sem og framkoma borgarstjóra gagnvart sínum kjósendum og samstarfsflokkum í því leikspili sem kjósendum hefur verið boðið að meðtaka í þessu efni er til þess að færa íslensk stjórnmál á lægra plan, því miður. Það mun því ekki duga að hengja bakara fyrir smið og kenna framsóknarmönnum eða vg um...

Re: Stjórnarskráin

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Wise. Það sem þú segir er alveg rétt hið loðna málfar og túlkun hins auðuga máls okkar er þýðir óendanlega vinnu fyrir þá sem voru til ráðgjafar við smíð laga og reglugerða þar sem oft og iðulega má finna slíkar andstæður þegar kemur að lagasetningu að það hálfa væri nóg. Lögin um stjórn fiskveiða kveða til dæmis á um að íslandsmið séu sameign þjóðarinnar þótt framsalsákvæði sömu laga þýði í raun eignamyndun handhafa veiðiheimilda einstakra útgerða. Maður satt best að segja rífur hár sitt og...

Re: Enn um Ingibjörgu Sólrúnu

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Augustus. Ég spyr þig finnst þér framkoma borgarstjóra og hans flokks gagnvart kjósendum og samstarfsflokkum siðferðilega rétt ? Það virðist annars sérstakt hve einstaklega illa umræða um pólítiskt siðferði almennt í þessu sambandi hefur farið í þá sem vilja verja gerðir stjórnmálamanna í þessu tilviki borgarstjóra þar sem útúrsnúningar og ásakanir um samsæriskenningar er það sem maður má meðtaka að ósekju. kv. gmaria.

Re: Enn um Ingibjörgu Sólrúnu

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Augustus. Hvers vegna fengu kjósendur ekki að vita að Þórólfur Árnason yrði borgarstjóri, skömmu eftir kosningar ? Ekki hvað síst þessir óflokksbundnu sem kusu R-listann sem borgarstjóri sagðist hafa barist sérstaklega fyrir að standa fyrir ? kv. gmaria.

Re: Enn um Ingibjörgu Sólrúnu

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 2 mánuðum
deus. Enn birtist vanvirðing Samfylkingarmanna fyrir samstarfi í formi R-listabandalagsins í Reykjvík sem ekki hefði náð meirihluta án hvoru tveggja VG og Framsóknar. Það vill gleymast. Borgarstjóri hefur nú ákveðið að standa upp úr stóli sínum til þess að setjast í fimmta sæti Samfylkingar í Reykjavík og gengur á bak eigin orða, OPINBERLEGA,gagnvart kjósendum sínum, eftir sem áður þess efnis að hún “ hyggi ekki á þingframboð ” sem og að gegna borgarstjórastöðu út kjörtímabilið hvort sem...

Re: Farsæl lausn á öllum vandamálum Þjóðarinnar!!

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Wise. Góð grein og einkum og sér í lagi líst mér vel á hugmyndir að breytingum í skattamálum. Skattleysi útgerðarinnar í um það bil tvo áratugi er hneyksli einkum og sér í lagi þegar gumað er af hinu “ hagkvæma ” kerfi efnahagslega. Kvótakerfi í sjávarúvegi verður að breyta. kv. gmaria.

Re: Stjórnmálaleg siðferðisvitund.

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Pipppi. KJÓSENDUR ! Sjálfur ættir þú að athuga hvað dylgjur eru og hvað ekki. kv. gmaria.

Re: Uppsker borgarstjóri eins og hann sáir ?

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 2 mánuðum
deus. Þú sérð sem sagt lítinn mun á 6 mánuðum og níu árum. kv. gmaria.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok