Hugtakið “einstakur” hefur löngum þótt ofnotað í tónlistarheiminum en ef einhver hljómsveit á skilið að bera þessa nafnbót er það þýska rafhljómsveitin Kraftwerk. Sveitin var stofnuð af tveimur nemendum tónlistarskólans í Dusseldorf, Ralf Hütter og Florian Schneider, sem voru undir áhrifum Karl-Heinz Stockhausen og Tangerine Dream, en gengu þó skrefinu lengra í flutningi rafrænnar naumhyggjutónlistar og lögðu meiri áherslu á hið vélræna. Aðrir meðlimir voru Klaus Dinger og Thomas Hoffman en...