Sælir allir hér. Las þessa grein í morgunblaðinu áðan og langar að deila henni með ykkur. Sumir spá því að á næstu árum muni Netið hrynja undan vaxandi álagi frá ruslpósti, tölvuveirum, klámi og alls kyns svindli og svínaríi en aðrir sjá fyrir sér spennandi tíma, fulla af furðulegum fyrirheitum. SEGJA má með nokkrum sanni, að Internetið sé 35 ára um þessar mundir. Það minnir samt ekki á miðaldra mann, sem búinn er að taka út sinn þroska, heldur miklu fremur á uppreisnargjarnan ungling, sem...