Mér finnst svo skrítið þegar fólk segir að það geti ekki sagt “ég elska þig” nema það virkilega meini það. Ég sagði “ég elska þig” við kærastann minn um leið og ég hélt ég elskaði hann. Kannski gerði ég það ekki þá, ég veit það ekki, en hvernig veit ég að ég geri það núna, einu og hálfu ári seinna? Maður er aldrei alveg 100% viss, þ.e.a.s. maður veit aldrei hvort sá næsti eða sú næsta sem maður fellur fyrir (ef málin fara þannig) veldur ennþá meiri ást en sá sem maður sagðist elska síðast....