Stoltur trúleysingi. Er ekki skráð í þjóðkirkjuna, finnst hálfóhugnalegt að börn fæðist bara inn í eitthvað svona. Ég er skírð en ég ákvað að staðfesta það ekki og fermdist ekki. Ég hef aldrei fundið guð eða hvað sem þið viljið kalla hann, fyrir mér eru æðri máttarvöld ekki til. Ég verð skíthrædd við það eitt að hugsa um endalaust líf og líf eftir dauðann, frekar vil ég bara hverfa ofan í moldina. Og ég nenni alls ekki að fara að þrasa um þetta, þetta á ekki eftir að breytast, sama hvað hver segir.