Þessi enduruppfinning gerðist nú alls ekki á einni nóttu, maðurinn er sífellt að þróa sjálfan sig og finnst fátt verra en stöðnun. Það er hægt að heyra þessa þróun alveg ef maður hlustar á diskana hans í tímaröð, t.d. er hægt að heyra greinileg áhrif af þessari stefnubreytingu á disknum Heartattack and Vine, sem var síðasti diskur hans fyrir ‘breytinguna’. Hann hefur reyndar sjálfur viljað kalla tímabilið sem hófst með Swordfishtrombones ‘skipulagður hávaði’ og mér finnst það mjög fyndin...