Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Hafnfirðingabrandarar eru... (0 álit)

í Húmor fyrir 24 árum

Jóla hvað??? (0 álit)

í Hugi fyrir 24 árum
Hvað með að hafa í gangi tímabundið svæði sem verður tileinkað Jólunum og öllu því sem því fylgir. Þá geta menn spjallað um jólabaksturinn, jólaskreytingar, jólalögin, jólagjafirnar, jólastemmninguna, jólaandann, jólaauglýsingar, jólasveina, jólakort, jólamat, jólaföndur, jólastress, jólakvíða, jólaboðskap, jólaguðspjallið, jólin og allt þetta dæmi. Hver er til í þetta???

Fleiri áhugamál?!!?!! (1 álit)

í Hugi fyrir 24 árum
Ég er með hugmyndir að fleiri áhugamálum. Mér finnst vanta horn undir sjónvarpsumræður. Það mætti breyta svæðinu þar sem stendur Kvikmyndir og hafa það í staðinn: myndræn afþreying eða eitthvað álíka. Þá væri hægt að hafa þar sérstækt svæði fyrir svokallaða sitcom þætti þar sem ræða mætti alla þá þætti sem eru sýndir í sjónvarpinu en flokkast ekki undir teiknimyndir eins og til dæmis: Fraiser, ER, Ally McBeal, Friends, Providence, The Sopranos og fleiri þætti. Annað svæði gæti verið...

Garfield er ... (0 álit)

í Myndasögur fyrir 24 árum

Kennaraverkfallið (29 álit)

í Deiglan fyrir 24 árum
Mér finnst afskaplega tilgangslaust fyrir kennara að fara í verkfall. Tilgangurinn með því að heilu starfsstéttirnar taki sig til og leggi niður vinnu hlýtur að vera sú að skapa pressu á samningsaðila með því að hafa lamandi eða í það minnsta slævandi áhrif á atvinnulífið. Þetta tekst kennurum ekki, a.m.k. ekki fyrr en eftir þó nokkur ár þegar allt í einu hættir að koma menntað fólk út á vinnumarkaðinn. Akkúrat núna hefur kennaraverkfallið engin slæm áhrif á atvinnulífið og meira að segja er...

Deiglan (4 álit)

í Hugi fyrir 24 árum
Mér finnst vanta eitt svæði hérna á huga.is en það er svæði sem tekur á því sem er að gerast í dag. Það mætti til dæmis vera pólitík eða bara deiglan. Þá væri hægt að rífast um pólitíkina, kennaraverkfallið og bara allt það sem er að gerast í samfélaginu á þeim tíma. Það væri flott ef það væri bara undir svæðinu Tilveran dálkur sem héti deiglan og/eða dálkur sem héti pólitík. Ég er viss um að það færi fram fjörugar umræður þar því það eru margir sem hafa áhuga á því sem er að gerast í...

Til Vefstjóra! (2 álit)

í Tilveran fyrir 24 árum, 1 mánuði
ég er með tvær spurningar: 1. Er búið að athuga með það hvort áhugi sé fyrir því að setja inn pólitík sem eitt áhugamálið? 2. Hvernig stendur á því að sumar greinar eru settar á kork en aðrar í áhugamálið sjálft?

Breenar (3 álit)

í Sci-Fi fyrir 24 árum, 1 mánuði
Ég var að velta því fyrir mér hvað væri málið með þessa breena. Getur einhver sagt mér eitthvað um þá. Ég hef séð þeim bregða fyrir í seinustu þáttum en átta mig samt ekki alveg á þeim þar sem ég er ekki forfallinn trekkari heldur bara meira svona náungi sem hef gaman af að horfa á þættina.

Stundvísi (1 álit)

í Kvikmyndir fyrir 24 árum, 1 mánuði
Mig langar bara að biðja fólk að ef það mætir getur ekki mætt á réttum tíma í bíó að sleppa því frekar. Það er fátt jafn óþolandi og þegar myndin er nýbyrjuð að það sé alltaf verið að opna helvítis hurðina og einhverjir fávitar koma inn og þurfa þá að sjálfsögðu að troðast inn í miðja röð þannig að allir þurfa að standa upp fyrir þeim. Svo ákveður annar fáviti að fara fram þegar fimm mínútur eru búnar af myndinni til þess að kaupa sér popp og kók og þarf þá að trufla alla aftur. Ég vill bara...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok