Já, ég kannast við þetta. Ég átti hamstur sem slapp úr búrinu sínu og komst í kjaftinn á kettinum mínum og skaðaðist illa. Ég hélt hreinlega að hann hefði drepist því öll gólf voru útí hvítum hárum, blóðsporum, -slettum og slóðum. En hann dó ekki, heldur fannst hann í íbúðinni 2-3 dögum eftir að þetta gerðist. Hann fannst nánast sköllóttur og grár (svo blóðlaus og reyttur) Öndunarfærin höfðu sennilega ekki sluppið vel því hann andaði með hljóðum, hnerraði og tísti. Það var samt ekki alltaf,...