Vinkona mín á óættbókafærðan hund sem hún getur ekki sýnt, en hefur mikinn áhuga á sýningum og öllu stússi í kringum þær. Hún óskaði eftir hundi til að sýna á netinu og það hafði slatti af fólki samband við hana. Meðal annars kona með tvær tíkur sem vinkona mín hefur núna sýnt tvisvar með frábærum árangri. Hún mætti á sýningarþjálfun með tíkurnar, hitti þær reglulega, fór út að labba með þær og æfði þær. Vinkona mín naut þess í botn og fannst rosa gaman svo ef þú eða vinkona þín hafið áhuga...