Ligg ein úti í móa, stari upp í himininn, gráir rafmagnsvírar strengdir milli skýjanna, stráin blakta við andlitið á mér. Ég ligg ein, græt gamlar minningar sem taka á sig form í litlausum skýjunum. Fallinn engill, fugl án vængja, saknar hreiðurs síns, öryggis verndandi föður og elsku móður er umlykur og rekur allan ótta á braut. Rifin úr skýjunum, svívirt af svörtum ára, sem í sakleysi og sekt, blindaður af lygi sá ekki sólina fyrir ljósinu og slökkti það. Í fögru himinhvolfinu ummyndast...