Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

dha
dha Notandi frá fornöld 35 ára kvenmaður
1.508 stig

Office pakkinn (15 álit)

í Windows fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Um daginn þurfti ég vegna vinnu minnar að uppfæra office pakkann hjá mér. Síðan þá er alltaf að koma upp gluggi: “preparing to install” sem ég þarf að ýta á cancel því annars endar það bara í fullt af öðrum gluggum um að ég geti ekki installað (ég skil ekkert af hverju þetta kemur). Í fyrsta lagi er ég helmingi lengur að kveikja á tölvunni því þetta er svo lengi að cancela og í öðru lagi frýs tölvan mín útaf þessu. Áðan var ég að mæta í sögutíma, ég glósa alltaf í word, og það voru 10 mín....

Pælingar (8 álit)

í Heilsa fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Manni líður vel eftir að hafa reynt á líkamann. Hreyfing leysir um endorfín í líkamanum og manni líður vel. Ætti manni að líða vel eftir að reyna á heilann? Ég veit, heimskuleg pæling :P Og svo hitt. Af hverju fær maður fjörfisk. Ég er búin að vera með fjörfisk í auganu og á einum stað í hársverðinum í viku. Á meðan ég fæ fjörfisk yfirleitt er það úti um allt. En svo á milli fæ ég ekki fjörfisk í langan tíma. Þetta er líka heimskuleg pæling :P

Sund? (19 álit)

í Heilsa fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Smá pæling. Ég er bara að reyna að ná smá þoli og losna við vöðvabólgu og ætla þess vegna að reyna að synda. Ég syndi yfirleitt bara skriðsund og bringusund til skiptis en var að pæla hvað ég á að gera margar ferðir af hvoru?

Vond tilfinning (35 álit)

í Tilveran fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Ég er með kvíðatilfinningu í maganum. Ég hef ekkert til að kvíða fyrir, virðist ætla að vera skemmtilegur dagur á morgun, en samt er ég með þessa tilfinningu :S Mér finnst eins og eitthvað slæmt sé að fara að gerast, ég vona samt ekki. Hefur alveg komið fyrir að ég fæ nákvæmlega þessa tilfinningu og eitthvað slæmt gerðist. Oftast er það samt ekki þannig. Ég bara vona ekki … Þetta er líka í ættinni, dreyma fyrir og þannig. Amma mín fékk einhvertntímann svona tilfinningu og þá dó einhver :S...

The Rolling Stones (13 álit)

í Gullöldin fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Ég er búin að vera að hlusta á Forty Licks og reyna að hlusta meira á þessa hljómsveit. Mig langar bara að hlusta á eitthvað fleira en bara þessi vinsælustu. Með hverju mælið þið? Ég er mikið fyrir blús og ég hef heyrt að þeir byrjuðu mikið í blús. Getið þið nefnt dæmi um þau lög sem myndu teljast sem blús (eða blús-rokk, eða hvað sem þið viljið kalla það) Takk fyrirfram, Ægishjálmu

Bláber! (7 álit)

í Matargerð fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Hvað haldið þið að bláberin endist lengi? Verða þau orðin skemmd eftir 2 vikur? Ég er að pæla í að reyna að komast í aðalbláberjamó fljótlega :) Og annað, hvað er gott að gera úr berjum annað en að borða þau eintóm? Er hægt að elda eitthvað eða baka með bara örbylgjuofni? Annars get ég alveg borðað þau eintóm :) Mmmmm ….

Hjálp? (25 álit)

í Tilveran fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Ég er svöng. Ég er á heimavist og með takmarkað í herberginu en ég á óopnaða ananasdós og hníf en engan upptakara :S Mig langar í ananas … Veit einvher hvernig ég get opnað?

Tvöfalt nöldur (41 álit)

í Tilveran fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Til að fólk fatti þessa frásögn hjá mér vil ég taka það fram að ég er í menntaskóla á heimavist. Í gær var þvottadagur hjá mér. Þvottavélarnar eru kannski ekki í neitt svakalega góðu standi, enda gengur fólk illa um þær, en þær eru nothæfar. Ég setti í þvottavél og prófaði nýja fína þurrkarann, sem virkaði vel. Hin þvottavélin sem ég notaði er aðeins eldri og auðvitað stoppaði hú 5 sinnum! Fyrst opnaði ég þegar hún stoppaði og vatnið fossaði út. Þá smellti ég einn áfram (þetta er svona takki...

Jethro Tull (11 álit)

í Gullöldin fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Ég fór um helgina loksins í Geisladiskabúð Valda. Þar var allt of mikið af góðum diskum! :O Erfitt að missa sig ekki … Allavega, ég rakst á DVD disk með Jethro Tull og ákvað að kaupa hann þótt ég hafi ekki heyrt um hann. Hann heitir Slipstream og er bæði tónleikar og music video til skiptis. Ég tók strax eftir því að það var logo úti um allt sem var nokkurnveginn A og með því að leita á netinu fann ég út að þetta er plata með þeim … Hinsvegar stóð ekkert um það hvað þetta A á að þýða. Í...

Bubbi hundur (8 álit)

í Ljósmyndun fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Flott pósa og flott umhverfi líka. Tekið í Loðmundarfirði 2005.

Rhapsody in Blue (7 álit)

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Ég var að hlusta á Rhapsody in Blue spilað af Duke Ellington og co. Þegar 2 mín. og 25 sec. eru búin af laginu kemur ekkert smá hár tónn hjá trompeti … Ég vissi ekki að þetta væri hægt! Þetta er sko eiginlega bara ískur! Ég veit, hljómar kannski ekki merkilegt fyrir sumum, en mér finnst merkilegt að geta spilað svona hátt uppi! Mæli með þessu lagi í þessari útgáfu.

Andvaka ... (2 álit)

í Tilveran fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Ohh, ég get ekki sofnað … Ég var að flytja aftur á heimavist en ég hitti ekki vini mína fyrr en á morgun á skólasetningunni og ég hlakka svo til! Ég bara get ekki sofnað, er með fiðring í maganum og svona … Svo hlakka ég svo til að fá stundartöfluna og svona, vita hvaða áfanga ég fer í (við fáum hana ekki fyrr en á skólasetningunni, hún var ekki sett á netið :S) Einhver annar vakandi?

Með hverju mælið þið? (12 álit)

í Ljósmyndun fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Jæja, nú þoli ég ekki lengur að vera myndavélarlaus! Mín eyðilagðist í vor og er alveg ónothæf … Ég er einmitt bráðum að fara á einn fallegasta stað landsins að mínu mati (Egilsstaðir og Héraðið) og ég verð að hafa myndavél! Með hverju mæliði? Hvað er best í dag? Ekki endilega neitt hræðilega dýrt, bara vel nothæf myndavél. Ég á/átti Canon IXUS iis og mér líkar mjög vel við Canon. Hvar fæst þetta svo helst?

Útbrot (10 álit)

í Heilsa fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Ég fór í útilegu um daginn í 3 daga og eins og oft í útilegum komst ég ekkert í sturtu. Ég hef alltaf verið með frekar viðkvæma húð og eftir þessa 3 daga sem ég komst ekki í sturtu er ég með bólur eða útbrot á bakinu. Ég er með ofnæmi fyrir ákveðnu þvottaefni og fæ eins útbrot eftir það, og ég held að þetta sé svipað nema ég er bara með lítið ofnæmi sem kemur bara fram þegar ég er lengi í sömu fötunum án þess að þvo mér (eitthvað þannig) Allavega, mig langaði að spurja hvort þið vitið...

Spurning um myndir (7 álit)

í Ljósmyndun fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Ég var að pæla. Eru einhverjar reglur um þær myndir sem eru sendar inn? Skiptir máli hvort þær eru eftir mann sjálfan? Má t.d. senda inn flotta mynd af netinu? Bætt við 19. ágúst 2006 - 01:47 Úps, kannski vitlaus staður fyrir þennan þráð :S

Busunin mín (11 álit)

í Skóli fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Jæja, nú fer að styttast í skólann og ég hlakka mjög til að sjá busunina í mínum skóla. Ég var busuð í fyrra sem var mjög gaman þótt það hafi verið frekar mikið. Ég þurfti að lýsa því oft og nennti ekki að skrifa það aftur og aftur svo ég á ennþá lýsinguna í notepad og datt í hug að senda inn. Fyrirgefið ef þetta er eitthvað ruglingslegt … — Busunin tók 2 daga. Fyrri daginn vorum við neydd til að ganga í öllum fötunum öfugum og á rögunni, máttum ekki greiða okkur og mála og svoleiðis og svo...

Truckers eftir Terry Pratchett (12 álit)

í Bækur fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Ég fann gamla ritgerð frá því í fyrra og datt í hug að skella henni hingað inn. Ég skrifaði hana fyrir ensku (ENS 103) svo hún er auðvitað á ensku. Kannski er uppsetningin ekki góð því ég skrifaði hana í Word en ég reyni að laga. — The book I’m going to tell you about is the first book in a fantasy triology by Terry Pratchett. Terry Pratchett is a great writer. Trough the years he has sold about 40 million books throughout the world. His most famous books are the Discworld series, containing...

Leitin (12 álit)

í Hugi fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Það er eitt sem mér finnst vanta í leitina hérna á huga. Mig langar að sjá hvað mitt fyrsta svar hérna á huga var en ég nenni ekki að ýta endalaust á “næstu 25”. Af hverju er ekki eitthvað “fara á enda” eða hægt að ýta á númer síðu? Eða þá að geta leitað eftir dagsetningu? Það myndi auðvelda mikið. Það væri líka gaman að geta leitað að umræðum um ákveðna atburði, t.d. 11 sept. Hvernig líst ykkur á að bæta því við? Annars finnst mér leitin hérna hafa lagast mjög mikið og ég er mjög ánægð með...

Hettupeysa (27 álit)

í Tíska & útlit fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Mig langar í hettupeysu. Bara svona venjulega hettupeysu, einlita með engu merki eða texta á. Helst bara ódýra og þægilega. Við þið hvar þannig fæst? Ég bý ekki í Reykjavík og get þess vegna ekki leitað og nenni heldur ekki að eyða tímanum í það þegar ég fer þangað næst. Helst í Kringlunni því vinir mínir eiga örugglega eftir að draga mig þangað … Takk fyrirfram og afsakið ef svona þráður hefur komið oft.

Tikka-Tú (eða Too-Ticki) (16 álit)

í Sorp fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Tuu-tikin maalaisjärki ja mielipteet palauttavat järjestyksen laaksoon. Hän on aina puuhakas, hyvin käytännöllinen ja osaa korjata lähes mitä tahansa. Tuu-tikki ilmestyy aina paikalle, kun häntä tarvitaan ja auttaa Muumiperhettä pitämään asiat järjestyksessä TooTicki har fötterna stadigt förankrade på jorden, och hennes kommentarer och förnuft återställer ofta ordningen i dalen. Hon är aldrig sysslolös, är mycket praktisk och kan reparera nästan vad som helst. Hon har förmågan att alltid...

Stríð (48 álit)

í Deiglan fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Ég frétti það áðan að það hefði verið sprengjuhótun eða eitthvað þannig á Bretlandi. Allir muna eftir þegar einhverjir strætóar voru sprengdir upp (eða e-ð þannig, skiptir ekki máli hvað það var) og einhverjir bretar dóu. Alveg hræðilegt! Svo var það hin eftirminnilega árás á Twin Towers sem heimurinn er ennþá að syrgja … Ég var að rifja þetta upp áðan og fór að pæla í einu. Af hverju er þetta svona hræðilegt. Maður heyrir á hverjum degi um stríðið í Líbanon og Ísrael, ég man líka eftir...

Leiklist? (38 álit)

í Leikhús fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Hefurðu verið í leiklist? Hvað hefurðu leikið í mörgum leikritum? Hvaða leikrit voru það? Hvernig finnst þér að standa uppi á sviði og leika? Ég hef verið í leikfélagi, var fyrst sviðsmaður en lék svo í tveimur öðrum leikritum, Allt í plati og Grænjöxlum. Ég hef áhuga á leiklist og finnst gaman að vera með en mér finnst eiginlega skemmtilegra að vera bakvið, ég er feimin og mér finnst ég ekki góður leikari :S Hvað með ykkur? Endilega koma með umræður um leiklist, þá fáum við kannski eigið áhugamál ;)

Styttist í skólann (309 álit)

í Skóli fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Jæja, það er farið að styttast í skólann … Mér finnst svo skrítið hvað sumarið hefur liðið fljótt. HVernig líst ykkur á þetta? Hlakkið þið til eða kvíðið fyrir? Er verið að skipta um skóla eða eitthvað þannig? Ég hlakka ekkert smá til, ég er að fara annað árið mitt í framhaldsskóla.

Áttu bíl? (74 álit)

í Tilveran fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Ég ætla ekki beint að nöldra, samt eiginlega nöldur. Allavega, smá tips fyrir þá sem eiga og/eða reka bíl. Ég vinn í sjoppu og langar að segja hvað mér finnst að Íslendingar gætu bætt í hegðun sinni á bensínstöðvum. (þótt útlendingar séu óneitanlega verri og það ætti að fylgja með öllum bílaleigubílum bæklingur með leiðbeiningum um akstur og hegðun bílaleigenda) 1. Á mörgum bensístöðvum er bæði hægt að fá þjónustu og dæla sjálfur. Lesið á skiltin! Þeir sem geta ekki lesið það sem stendur...

Hljóðfærin mín (9 álit)

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Mitt skrautlega safn af hljóðfærum. Ég á samt eiginlega ekki allt, heldur er þetta það sem ég nota sem er til á heimilinu. Þverflautan er mitt aðalhljóðfæri. Á myndinni eru: gítar, þverflauta, hljómborð, trompet, ukulele, munnharpa, tinflauta, tréblokkflauta, didgeridoo, skrítin tréþverflauta, kínversk tromma Það vantar bara kazoo-ið mitt :S (myndin er ekkert sérstaklega góð því myndavélin mín bilaði. Innfelda myndin í horninu sýnir betur minni hljóðfærin)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok