Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Tiger mættur til að verja titilinn í Japan (0 álit)

í Golf fyrir 19 árum
Tiger Woods er meðal keppenda í Dunlop Phoenix mótinu sem hefst í Japan á morgun, en hann sigraði í mótinu í fyrra með átta högga mun. Mótið hefur líklega aldrei verið sterkara, en þar leika einnig þeir Michael Campbell, Colin Montgomerie, Jim Furyk og Thomas Björn. Tiger vonast eftir sigri nú eftir að hafa þurft að sætta sig við annað sætið í tveimur síðustu mótum sem hann hefur tekið þátt í; HSBC mótinu í Shangahi um síðustu helgi og Tour meistaramótinu, sem var lokamótið á...

Englendingar hefja titlvörnina á morgun (0 álit)

í Golf fyrir 19 árum
Heimsbikarmótið í tvímenningi hefst á Victoria-vellinum á Vilamoura golfsvæðinu í Portúgal á morgun. Englendingar eiga titil að verja frá í fyrra, en þá voru það Luke Donald og Paul Casey sem fögnuðu sigri á Spánverjunum Sergio Garcia og Miguel Angel Jiménez. Donald er aftur mættur í slaginn og með honum núna er David Howell, sem sigraði á HSBC-mótinu í Kína um liðna helgi. Spánverjar senda sama lið og í fyrra, en alls eru það 24 lið sem taka þátt. Bandaríkjamenn hafa oftast sigrað í...

Ragnhildur lék á 80 höggum (0 álit)

í Golf fyrir 19 árum
Ragnhildur Sigurðardóttir, Íslandsmeistari úr GR, lék fyrsta hringinn á úrtökumótinu fyrir evrópsku mótaröðina á Costa del Sol á Spáni í morgun á 80 höggum, eða 7 höggum yfir pari. Hún var ekki ánægð með skorið og sagðist þurfa að fara beint út á æfingasvæði til að æfa. Hún var í öðrum ráshópi í morgun og því er óljóst hver staða hennar er því þorri keppenda á eftir að klára hringinn. Sú sem lék með Ragnhildi í morgun var á 77 höggum. „Mér gekk ekki vel. Fékk ekki einn einasta fugl á...

Hvað ertu með í forgjöf (0 álit)

í Golf fyrir 19 árum

Enskir kylfingar í sérflokki á úrtökumótinu á Spáni (0 álit)

í Golf fyrir 19 árum
Enskir kylfingar voru í sérflokki á úrtökumótinu fyrir evrópsku mótaröðina sem lauk á San Roque-vellinum á Spáni í dag. Þeir voru í sex af átta efstu sætunum og röðuðu sér í þrjú efstu sætin. Tom Whitehouse sigraði á samtals 13 höggum undir pari, Robert Rock varð annar á 11 höggum undir pari og David Griffiths í þriðja sæti á 7 höggum undir pari. Leiknir voru sex hringir og náðu aðeins átta keppendur að leika undir pari. 33 efstu kylfingarnir tryggðu sér þátttökurétt á Evrópumótaröðinni....

Gary Lineker lýsir golfmótum á BBC (0 álit)

í Golf fyrir 19 árum
Fyrrum knattspyrnukappi, Gary Lineker, hefur verið ráðinn til að lýsa helstu golfmótunum hjá ensku sjónvarpsstöðinni BBC Sport í stað Steve Riders, sem hefur flutt sig yfir til ITV sjónvarpsstöðvarinnar. Fyrsta verkefni Linekers verður að lýsa Masters mótinu í apríl. Linker þykir mikið prúðmenni og til marks um það fékk hann aldrei áminningu á öllum sínum knattspyrnuferli. Hann er mikill áhugmaður um golf og eftir að hann hætti knattspyrnuiðkun hefur golfið átt hug hans allan. Hann hefur...

Perry og Huston sigruðu í Flórída (0 álit)

í Golf fyrir 19 árum
Kenny Perry og John Huston sigruðu í Franklin Templeton Shootout mótinu sem lauk á Tiburon-vellinum í Flórída í kvöld. Þeir léku lokahringinn á aðeins 59 höggum, eða 13 höggum undir pari, en leikfyrirkomulagið var betri bolti, þar sem betra skor telur á hverri holu. Þeir léku hringina þrjá á samtals 30 höggum undir pari og fengu hvor um sig 315 þúsund Bandaríkjadali í verðlaun. Fred Couples og Adam Scott, sem voru með forystu fyrir lokahringinn, náðu ekki að halda í við Perry og Huston og...

Tiger Woods 2006 (0 álit)

í Leikjatölvur fyrir 19 árum
Getur einhver sagt mér hvernig mar kemst á PGA tour í leiknum á PSP?

Birgir Leifur á litla von (0 álit)

í Golf fyrir 19 árum
Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG lék illa á þriðja hring á lokaúrtökumótinu fyrir evrópsku mótaröðina á San Rouqe-vellinum á Spáni í dag og á nú veika von um að komast í gegnum niðurskuðrinn eftir fjórða hringinn á morgun. Hann lék á 78 höggum og er samtals á 11 höggum yfir pari og er í 116. – 122. sæti af 153 keppendum. Birgir lék 5. holuna á 8 höggum í dag, eða 3 höggum yfir pari. Þá fékk hann einnig 4 skolla og einn fugl. Hann er fimm höggum frá 75. sæti og verður að eiga draumahring á...

Howell með eins höggs forskot á Tiger (1 álit)

í Golf fyrir 19 árum
Englendingurinn David Howell er með eins höggs forystu fyrir lokahrinhginn á HSBC meistaramótinu í Shanghai í Kína. Hann lék hringinn í dag á 68 höggum og er samtals á 16 höggum undir pari. Tiger Woods, sem lék á 67 höggum í dag, og Nick O’Hern frá Ástralíu eru í öðru sæti, einu höggi á eftir Howell. Daninn Thomas Björn lék á 69 höggum og er samtals á 11 höggum undir pari og Vijay Singh, sem lék á 70 höggum, er á 10 höggum undir pari. Þá lék Skotinn Colin Montgomerie sinn besta hring í...

Ragnhildur með heimasíðu. (0 álit)

í Golf fyrir 19 árum
Það er nokkuð algengt að afrekskylfingar séu með heimasíður þar sem fram koma helstu fréttir og upplýsingar um viðkomandi. Nýjasti vefurinn er hjá henni Röggu en hún hefur opnað RAGGASIG.NET Vefurinn hjá Röggu er í smíðum og á enn eftir að setja inn mikið af upplýsingum á hann. Ragga ætlar sér m.a. að skrifa fréttir inn á vefinn á meðan hún er á úrtökumótinu á Spáni 16.-22. nóvember. Heimildir nevadabob.is

Ofur hugi (18 álit)

í Tilveran fyrir 19 árum
ég skil ekki af hverju ég er ekki komin á ofur huga listann á golfáhugamálinu samt er ég komin með fleiri stig enn tveir neðstu á ofur huga listanum?

Liselotte með forystu á Magnolia Grove (0 álit)

í Golf fyrir 19 árum
Liselotte Neumann frá Svíþjóð er með eins höggs forystu eftir fyrsta hring á næsta síðasta mótinu á bandarísku LPGA-mótaröðinni, Michelll-mótið, sem hófst á Magnolia Grove í Mobile í Alabama í gær. Hún lék hringinn á 66 höggum, eða 6 höggum undir pari. Neumann fékk sex fugla á hringum og þar af fjóra á seinni níu. Juli Inkster og Christina Kim, báðar frá Bandaríkjunum, deila öðru sæti. Besta golfkona heims, Annika Sörenstam, tekur ekki þátt í mótinu. „Þetta var bara mjög góður hringur. Ég...

Dougherty og Howell deila efsta sæti í Kína (0 álit)

í Golf fyrir 19 árum
Englendingarnir Nick Dougherty og David Howell deila efsta sæti þegar HSBC meistaramótið í Kína er hálfnað. Þeir hafa leikið á samtals 12 höggum undir pari og eru með tveggja högga forskot á Tiger Woods og Ástralann Nick O’Hern. Kenneth Ferrie gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi. Dougherty lék á 68 höggum í gær, eða fjórum höggum undir pari eftir að hafa leikið fyrsta hringinn á 64 höggum. Howell lék á 67 höggum í gær. Tiger lék á 69 höggum og er samtals á 10 höggum undir pari. O’Hern...

Birgir Leifur Hafþórsson (0 álit)

í Golf fyrir 19 árum
Birgir Leifur Hafþórsson

Ragnhildur heldur til Spánar á morgun (0 álit)

í Golf fyrir 19 árum
Ragnhildur Sigurðardóttir, Íslandsmeistari úr GR, heldur til Spánar á morgun þar sem hún tekur þátt í úrtökumótinu fyrir evrópsku mótaröðina. Keppnin hefst á miðvikudaginn í næstu viku á La Cala golfsvæðinu sem er skammt frá Colsta del Sol. Ólöf María Jónsdóttir úr GK tekur einnig þátt í mótinu og kemur til Spánar beint frá Bandaríkjunum þar sem hún hefur verið við æfingar að undanförnu. Þetta er í fyrsta skipti sem úrtökumót fyrir evróputúrinn er haldið á Costa del Sol og hafa forsvarsmenn...

Birigir Leifur lék á 75 höggum í dag (0 álit)

í Golf fyrir 19 árum
Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG lék annan hringinn á lokastigi úrtökumótsins fyrir evrópsku mótaröðina á San Roque vellinum á Spáni í dag á 75 höggum, eða 3 höggum yfir pari. Hann lék fyrsta hringinn í gær á 74 höggum og er því samtals á 5 höggum yfir pari. Hann er í 82. - 98. sæti þegar þetta er skrifað og áttu þá margir keppendur eftir að ljúka leik. Birgir Leifur hóf leik á 10. teig í dag og lék á nýrri vellinum á San Roque-svæðinu - llék fyrri níu holurnar á tveimur yfir pari og seinni á...

Liðin sem eru komin á HM! (1 álit)

í Stórmót fyrir 19 árum
Hérna fyrir neðan kemur listinn yfir liðin sem eru komin á HM.Hérna fyrir neðan er listinn. Brasilía, Argentína, Paragvæ, Ekvador, Bandaríkin, Mexikó, Kosta Rika, Angóla, Togó, Fílabeinsströndin, Gana, Túnis, Japan, Íran, Suður-Kórea, Sádi-Arabía, Úkraína, Holland, Pólland, England, Króatía, Ítalía,Portúgal, Frakkland, Serbía/Svartfj.land og Svíþjóð og Þýskaland.En eru 5 laus sæti eftir á HM og um þau verðu leikið í umspili. Unnið úr upplisngum af gras.is Takk fyrir mig

Annika Sörenstam (0 álit)

í Golf fyrir 19 árum
Annika Sörenstam

Colin Montgomerie (0 álit)

í Golf fyrir 19 árum
Colin Montgomerie

Ben Hogan (0 álit)

í Golf fyrir 19 árum
Ben Hogan

Mike Tyson (5 álit)

í Box fyrir 19 árum
Mike Tyson að æfa

Golfkúlur (4 álit)

í Golf fyrir 19 árum
Er að selja blandaðar nike golfkúlur á svona 1000 15 bolta

Högglengdir kylfinga á PGA tour (1 álit)

í Golf fyrir 19 árum
26 kylfingar á PGA-mótaröðinni 2005 voru með lengri teighögg að meðaltali en 300 jarda (274,3 meta) og hafa þeir aldrei verið fleiri sem hafa slegið svo langt, samkvæmt tölfræði PGA. Mesta sleggjan er Scott Hend sem var með 318 jarda löng teighögg að meðaltali, sem jafngildir 291 metra. Tiger Woods er í öðru sæti með 316,1 jarda (289 m) og Brett Wetterich í þriðja sæti með 311,7 jarda (285 m). Fyrir þá sem ekki vita þá er ekki sjálfgefið að þeir sem eru högglengstir skori best. Þrír af...

Skrif um golfvelli landsins (6 álit)

í Golf fyrir 19 árum
Ég var að lesa grein hérna inn á huga sem hét Skrif um golfvelli landsins Golfklúbbur Borgarness sem er reyndar minn heima völlur enn mig langar að skrifa um völl sem er völuur Golfklúbbs Vatnsleysustrandar og heitir Kálfatjarnarvöllur. Kálfatjarnarvöllur, golfvöllur Golfklúbbs Vatnsleysustrandar, er völlur sem vert að gefa gaum. Hann er staðsettur mitt á milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar, liggur umhverfis Kálfatjarnarkirkju, aðeins 15 mínútna akstur frá Hafnarfirði. Völlurinn er 9...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok