Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Hver þeirra er fyndnastur? (0 álit)

í Húmor fyrir 22 árum, 2 mánuðum

Hvað? (2 álit)

í Sápur fyrir 22 árum, 2 mánuðum
hvað gerðist í gær hjá Nágrönnum? hvernig fór þetta með Steph og Woody? chloe (ferlegt að missa svona af)<br><br>það besta sem Guð hefur gefið mér……… eru börnin mín

Framkvæmdir hafnar (4 álit)

í Heimilið fyrir 22 árum, 2 mánuðum
jæja, þá er ég byrjuð á framkvæmdum sem ég var að lýsa um daginn í <a href="http://www.hugi.is/heimilid/bigboxes.php?box_id=49808&action=cp_grein&cp_grein_id=1186/"> Föndur á veggi </a> Ég reyndar breytti hugmyndinni svolítið, pappírinn kom nefnilega ekki nógu vel út. Fyrst hélt ég reyndar að ég væri svolítið klikkuð að reyna þetta en ég sé ekki eftir því, amk ekki ennþá. Það er búið að taka fjóra daga að pressa rósablöðin. Ég fékk helling af þeim sem dugar ca á annan vegginn. Ég er hálfnuð...

Smá klúður (0 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 2 mánuðum
eitthvað klúður varð nú þarna með myndina af Antoni og pabba hans. Ég var að prófa nýtt myndaforrit til að laga til myndir en það er greinilega ekki að virka eins og ég hélt :( chloe<br><br>það besta sem Guð hefur gefið mér……… eru börnin mín

Fiskur og grænmeti (0 álit)

í Matargerð fyrir 22 árum, 2 mánuðum
þessi er víst alveg klikkað góður, ég ætla að prófa í vikunni ;) 1 búnt brokkoli 3-4 sveppir ½ rauðlaukur snöggsteikt á pönnu 1-2 fiskflök (skorin í litla bita) Setjið ½ box létt-sjávarréttaost (smurost) í pott og 1-2 dl vatn (bræðið) Setjið grænmetið í eldfast mót, síðan fiskbitana og síðast smurostinn. Gott að setja nokkrar ostsneiðar af 11-17% osti yfir. Létt kryddað. Hiti: 200 gráður í ca. 20-30 mín Meðlæti: Ferskt salat

Fallegar hugsanir (3 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Eftirfarandi texta fékk ég í tölvupósti. Eftir lesturinn sá ég einu sinni enn hvað svona dagur er nauðsynlegur í lífi okkar og barnanna öðru hvoru. Ég er sjálf stundum alltof ódugleg (löt á ljótu máli) við að taka frá tíma bara fyrir börnin. Einhvern veginn er maður alltaf að gera eitthvað annað líka, eitthvað smá eins og t.d. sinna húsverkunum. En við þurfum að gefa börnunum okkar nægan tíma með okkur og engum öðrum. TO MY CHILD: Just for this morning, I am going to smile when I see your...

Myndakerfið (6 álit)

í Tilveran fyrir 22 árum, 2 mánuðum
ég er búin að fá 1000 sinnum leið á þessum bévítans myndakerfi hérna á huga. Ég get ekki sent inn myndir nema einstaka sinnum, eiginlega bara aldrei nema að þær fylgi grein. Ég passa alltaf að myndin sé alls ekki of stór á nokkurn kant. Getur einhver sagt mér hvað ég er að gera vitlaust? bkv. chloe

Bókalestur fyrir börn (7 álit)

í Bækur fyrir 22 árum, 2 mánuðum
sælir hugarar :) mig langar til að koma af stað umræðum um það hvað fólki finnst um að lesa fyrir börnin sín, t.d. fyrir svefn. Eruð þið dugleg að lesa fyrir börnin ykkar? og þið hin sem eruð ennþá börn/unglingar, lesið þið fyrir svefninn? Þið sem eruð að lesa fyrir litlu börnin, hvaða bækur eruð þið að lesa? Leyfiði börnunum að taka þátt eða er bara lesin ein romsa (sem skilur oft barnið eftir án þess að skilja nokkuð í sögunni)? Eruð þið kannski bara með myndasögur? Ég sjálf er ekki farin...

Hvorar eru skemmtilegri? (0 álit)

í Bækur fyrir 22 árum, 2 mánuðum

Lestu fyrir barnið þitt á kvöldin? (0 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 2 mánuðum

Harmleikur (19 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Þessi frétt er tekin af mbl.is í dag “Kona sem skildi tvö börn sín, bæði undir tveggja ára aldri, eftir ein heima svo þau sultu í hel á meðan hún skemmti sér með kærasta sínum var í dag dæmd til átta ára fangelsisvistar af dómstóli í Kanada. Rie Fujii, 24 ára, viðurkenndi fyrr á árinu að hún hefði gerst sek um manndráp. Fujii er japanskur ríkisborgari og hefur dvalist ólöglega í Kanada. Búist er við að hún verði send úr landi þegar hún hefur afplánað refsinguna. Fujii flíkaði ekki...

Föndur á veggi (6 álit)

í Heimilið fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Jæja, þá ætla ég að drífa mig í að halda áfram með hugmynd sem að ég fékk um daginn. Ég var búin að skrifa um hana áður hérna reyndar en þá var ég að spá í hvort að þetta væri nokkuð hægt. Eftir að hafa farið í föndurvöruverslanir og spáð og spekulerað þá ætla ég að drífa mig í að byrja. Eins og þið sjáið á myndinni þá var veggurinn málaður með það í huga að skipta honum með veggborða, en ok ég veit að málarinn fór aðeins útfyrir límbandið. En þetta átti að fara undir fyrirhugaðan borða...

Einn góður um Jónas og konuna hans (0 álit)

í Húmor fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Magga kom heim gráti nær og greinilega mjög brugðið. Jónas reyndi að hugga hana og spurði hana hvað hefði komið fyrir. “Það var þessi maður sem ég hitti niðri í bæ,” sagði hún. “Hann var hræðilegur. Hann var svo dónalegur að ég hef eiginlega aldrei heyrt annað eins. Ég vissi strax að hann myndi bara vera til vandræða. Hann kallaði mig öllum illum nöfnum og notaði þvílíkan rudda-munnsöfnuð að togarasjómaður myndi fara hjá sér. Hann hótaði mér meira að segja öllu illu!” “Nei, heyrðu mig -...

Nýtt :) (0 álit)

í Heimilið fyrir 22 árum, 3 mánuðum
jæja, við skulum reyna að hafa þetta hérna. Ef að ykkur langar til að senda inn lýsingar af því sem að þið eruð að gera, jafnvel með myndum, þá er þetta rétti staðurinn. Annars vísa ég bara til greinarinnar sem að birtist í gær um framkvæmdir á heimilum varðandi þessa hugmynd bkv. chloe

Svör við greinum (0 álit)

í Heimilið fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Af gefnu tilefni vil ég taka fram að umræður á þessu áhugamáli eiga að tengjast því. Svarið því greinum í samræmi við efni þeirra. Athugasemdir er ekki tengjast efninu, svo og keppni um það hverjir eru fyrstir að svara o.s.frv. eru ekki heimilar og verður eytt úr umræðunni eftir því sem að hægt er. Hafið umræðurnar endilega líflegar og skemmtilegar, komið með efni, myndir, kannanir o.s.frv. En endilega höldum þessu tengdu “heimilinu”. bkv. chloe

Framkvæmdir á heimilinu (10 álit)

í Heimilið fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Núna langar mig til að byrja á svolitlu hérna á þessu áhugamáli. Eftir því sem að ég kemst næst þá verður að pósta þessu sem grein. Ekki er hægt að hafa þetta sér, amk ef að allir eiga að geta verið með. Hugmyndin er þannig að fólk geti sent inn lýsingu á þeim framkvæmdum sem að viðkomandi er að byrja á á sínu heimili. Einnig þyrfti helst að fylgja mynd, svona “fyrir” mynd. Svo þegar að verkið er búið þá væri hægt að senda inn svona “eftir” mynd og hinum leyft að sjá hvernig til tókst. Gaman...

Einn, tveir og elda (3 álit)

í Matargerð fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Ég fékk fyrir stuttu að vera viðstödd upptökur á þættinum einn, tveir og elda. Þið vitið, þátturinn sem að var á Stöð 2 í fyrra með Sigga Hall. Núna er verið að byrja sýningar aftur en í þetta skiptið og stjórnandinn Bryndís Schram. Hún er sko ekki síðri en Siggi Hall, skemmtilegri ef eitthvað er. Þetta var ofsalega gaman að fylgjast með þessu og það kom mér reyndar á óvart að það er ekkert “svindl” í gangi. Matreiðslan tekur 20 mínútur og ekkert meira! Og ekkert smá sem að þessir kokkar eru...

Omega (3 álit)

í Húmor fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Gömul hjón voru að horfa á Omega eitt kvöldið. Á dagskrá var einn af þessum sjónvarps predikurum sem lækna allt og alla. Hann lítur í myndavélina Og segir: “Góðir áhorfendur, ég ætla nú að deila með ykkur gríðarlegum lækningarmætti mínum. Mig langar að biðja ykkur að standa upp, leggja aðra hönd á sjónvarpið Og hina höndina á þann líkamshluta sem þarfnast lækningar.” Gamla konan var búin að vera ansi slæm í maganum, svo hún stendur upp, leggur aðra hönd á sjónvarpið og hina á magann. Gamli...

Er barnið þitt í íþróttum í vetur? (0 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 3 mánuðum

Heimilið og tryggingar (10 álit)

í Heimilið fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Eflaust gera allir sér grein fyrir því hvað það er nauðsynlegt að vera tryggður fyrir áföllum. Samt er alltaf að heyrast að fólki missi aleiguna af ýmsum ástæðum af því að það var ekki tryggt! Nú veit ég alveg að ýmsar ástæður geta verið fyrir því að fólk tryggi sig ekki. Margir segja örugglega að þeir hafi ekki efni á því en mér finnst að frekar ætti að horfa á hlutina þannig hvort maður hafi efni á því að vera ekki tryggður. Aðrir segja kannski að þeim finnist ekki taka því að tryggja sig...

Viðhald leðurhúsgagna (3 álit)

í Heimilið fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Ég fann leiðbeiningar um viðhald leðurs sem að ég ákvað að deila með ykkur. Allir vita að nauðsynlegt er að halda leðri vel við til að það endist og haldist fallegt. En það eru eflaust margir sem ekki hafa vitað hvernig best er að bera sig að. Umhirða og viðhald leðurs Forðast skal að hafa leðurhúsgögn í mikilli sól og hita, til að komast hjá ofþornun og upplitun. Aldrei skal nota sápu með upplausnarefnum, bensín, þynni eða önnur sterk efni sem myndu skaða leðrið. Notið ekki skóáburð, bón...

Krækiber (0 álit)

í Matargerð fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Þetta er bara eitt dæmi um hvað er hægt að gera úr krækiberjum. Er ekki aðal berjatíminn núna? Ég á slatta af berjauppskriftum í viðbót ef að einhver hefur áhuga, hef safnað þessu úr ýmsum áttum. Krækiberjabúðingur (f fjóra) 3 dl krækiber 3 dl nýmjólk 2½ dl rjómi 1 stk Royal skyndibúðingur í pakka, sítrónu <u>Smá upplýsingar sem ég fann um krækiber:<u> Krækiber eru svört og töluvert minni en bláber. Þegar berin eru að vaxa verða þau fyrst græn (grænjaxlar), síðan rauð og loks svört. Krækiber...

Trérimlagardínur (2 álit)

í Heimilið fyrir 22 árum, 3 mánuðum
er mikið mál að saga af trérimlagardínum? Ég er að spá í gardínum sem fást í IKEA (heita lindamon minnir mig). Þær fást bara í 80, 100, 120, 140 og 160sm breiddum en gluggarnir mínir eru 70sm og 110sm. Það á víst að vera hægt að saga 5sm hvoru megin af (skv uppl á hugi.is). En ég var að spá í hvort að þetta væri mikið mál. annað, er asnalegt að hafa trérimla aðeins of síða? Þær eru 250sm síðar en glugginn minn er ekki svo síður, bara 214sm. Er kannski hægt að stytta þær? veit það einhver?...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok