Ég sendi hér með lokaútgáfu af ljóði sem ég samdi í minningu Hauks Böðvarssonar. Sólin skín ekki alltaf Það kom eins og elding, og það myrkvaði snögglega. Ljósið beindist að mér, en ég vissi að þú værir nálægt. Svo rankaði ég við mér, og þú varst farinn. Morguninn eftir varstu fundinn, aleinn, í fjörunni. Allir söknuðu þín. Allir gera það enn. Einn sólbjartan dag, er möguleiki, á að sjá þig aftur. En þangað til, bíðum við, full sorg og reiði, bíðum eftir að sjá þig, því sólin skín ekki alltaf.